Áætlun um afnám gjaldeyrishafta verður ekki birt Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2014 13:06 Forsætisráðherra segir það ekki þjóna hagsmunum Íslands að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði birt eða greint frá því hvenær höftin eiga að hverfa. vísir/pjetur/stefán Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Forsætisráðherra segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði ekki birt opinberlega, enda þjóni það ekki hagsmunum Íslands. Þá verði heldur ekki greint frá því hvenær gjaldeyrishöftin verði afnumin.Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna spurði Sigmund Davið Gunnlaugsson forsætisráðherra út í áætlun um afnám gjaldeyrishafta í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vitnaði til orða ráðherrans í þeim efnum frá síðasta vori. „Og hæstvirtur forsætisráðherra hafði nokkur hreystileg ummmæli um það að ríkisstjórnin hyggðist hraða afnámi gjaldeyrishafta og boðaði að ný áætlun um afnám hafta myndi liggja fyrir í september á því ári, þ.e.a.s. í september síðast liðnum,“ sagði Steingrímur. Bloomberg fréttastofan hafi haft eftir forsætisráðherra að það myndi ekki taka langan tíma að klára þetta verk. „Og reyndar kom fram í sömu frétt að áætlunin myndi m.a. byggjast á persónulegum hugmyndum hæstvirts forsætisráðherra um það hvernig yrði í þetta farið,“ sagði Steingrímur. Forsætisráðherra segir Bloomberg ekki hafa haft rétt eftir honum. „Til dæmis varðandi það að afnámsáætlun ætti að byggjast á , eins og háttvirtur þingmaður orðaði það, að einhverju leiti á hugmyndum mínum. Hið rétta var að ég sagðist hafa einhverja hugmynd um hvernig slík afnámsáætlun myndi líklega líta út,“ sagði Sigmundur Davíð. Þá sagði forsætisráðherra að áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft verði sennilega ekki birt opinberlega. „Það þjónar ekki tilganginum að gera þá áætlun sem stjórnvöld hafa um afnám hafta opinbera. Gæti raunar miklu frekar þjónað hagsmunum vogunarsjóða og annara kröfuhafa til dæmis í slitabú bankanna. Svo það er ekki við því að búast að stjórnvöld muni útlista nákvæmlega hvernig þau sjá fyrir sér og hvenær að höftin verði afnumin,“ segir forsætisráðherra. „Það ríður ekki við einteyming óheppni hæstvirts forsætisráðherra í samskiptum við blaðamenn, af því að svörin eru eiginlega ævinlega þau að ekki hafi verið rétt eftir honum haft. Það er nokkur vandi, sagði Steingrímur J. Sigfússon og sagðist þá telja eðlilegt að gildandi áætlun um afnám gjaldeyrishafta yrði þá afnumin, þar sem Seðlabanki og fleiri ynnu eftir henni. ... sagði Steingrímur J. Sigfússon.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira