Íslensk tónlistarútgáfa að hruni komin Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 15:11 Bubbi Morthens sér lítinn tilgang í að senda frá sér nýja plötu; það er tap á slíkri útgáfu. Sena, stærsti plötuútgefandi landsins, gaf út 45 plötur á síðasta ári. Þeir ætla að gefa út 20 núna. Þetta segir Bubbi Morthens sem fullyrðir að hrun blasi við í útgáfu íslenskrar tónlistar eins og við þekkjum hana. „Miðað við þróun á sölu á íslenskum plötum undanfarin 3 ár, og þá er ég ekki að tala um Múgison eða Ásgeir Trausta, þeir eru frávik, gæti sú staða verið að koma upp að útgáfa á íslenskum plötum leggist af. Þetta er staðreynd. Það er svo mikið tap á íslenskri plötusölu, meðal annars út af ólöglegu niðurhali, svo mikið að hefðbundin útgáfa eins og við þekkjum hana er að hverfa. Stór hluti af íslenskri tónlist eins og við þekkjum hana er að leggjast af,“ segir Bubbi. Hann talar um mikið tap á útgáfunni á síðasta ári. Sjálfur hefur hann mátt súpa seyðið af hinni neikvæðu þróun. „Síðustu sólóplötur mínar hafa slefað í að rétt ná inn kostnaði og ekki það. Síðustu tvær plötur. Ég er ekki einn um það, þetta er almennt séð yfir bransann. Við erum að tala um stærstu nöfnin, ástsælustu söngvarana, músíkanta eins og Ragga Bjarna og þannig má lengi telja. Fyrir tíu árum hefðum við verið að tala um stórsölu á þessum plötum,“ segir Bubbi sem á árum áður seldi plötur sínar í bílförum. Enda löngum kallaður kóngurinn. „Þetta er meðal annars það sem útgefendur eru að tala um. Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum,“ segir Bubbi sem íhugar nú alvarlega stöðu sína. „Nei, þú ert ekki að fara að setja fyrirsögnina „Bubbi hættur að gefa út plötur“ á þetta spjall okkar. En ég er að íhuga alvarlega stöðu mína. Það hefur ekkert uppá sig að gefa út tónlist ef þú endalaust tapar á því. Það er bara þannig. Ég er ekkert einn um þetta. Staðan er þannig, maður er kominn á þann punkt að maður er að íhuga; á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist? Stór partur af þessu vandamáli er netið og veiturnar. Spotify skilar engum tekjum til mín né nokkurs íslensks tónlistarmanns. Einu tekjurnar eru þær að spila "læv". Áttatíu prósent þeirra platna sem gefnar eru út eru gefnar út með tapi. Hún gæti verið að leggjast af, útgáfa á íslenskri tónlist, eins og við þekkjum hana.“ Næsta sólóplata frá Bubba er í salti og á hann þó nægt efni. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sena, stærsti plötuútgefandi landsins, gaf út 45 plötur á síðasta ári. Þeir ætla að gefa út 20 núna. Þetta segir Bubbi Morthens sem fullyrðir að hrun blasi við í útgáfu íslenskrar tónlistar eins og við þekkjum hana. „Miðað við þróun á sölu á íslenskum plötum undanfarin 3 ár, og þá er ég ekki að tala um Múgison eða Ásgeir Trausta, þeir eru frávik, gæti sú staða verið að koma upp að útgáfa á íslenskum plötum leggist af. Þetta er staðreynd. Það er svo mikið tap á íslenskri plötusölu, meðal annars út af ólöglegu niðurhali, svo mikið að hefðbundin útgáfa eins og við þekkjum hana er að hverfa. Stór hluti af íslenskri tónlist eins og við þekkjum hana er að leggjast af,“ segir Bubbi. Hann talar um mikið tap á útgáfunni á síðasta ári. Sjálfur hefur hann mátt súpa seyðið af hinni neikvæðu þróun. „Síðustu sólóplötur mínar hafa slefað í að rétt ná inn kostnaði og ekki það. Síðustu tvær plötur. Ég er ekki einn um það, þetta er almennt séð yfir bransann. Við erum að tala um stærstu nöfnin, ástsælustu söngvarana, músíkanta eins og Ragga Bjarna og þannig má lengi telja. Fyrir tíu árum hefðum við verið að tala um stórsölu á þessum plötum,“ segir Bubbi sem á árum áður seldi plötur sínar í bílförum. Enda löngum kallaður kóngurinn. „Þetta er meðal annars það sem útgefendur eru að tala um. Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum,“ segir Bubbi sem íhugar nú alvarlega stöðu sína. „Nei, þú ert ekki að fara að setja fyrirsögnina „Bubbi hættur að gefa út plötur“ á þetta spjall okkar. En ég er að íhuga alvarlega stöðu mína. Það hefur ekkert uppá sig að gefa út tónlist ef þú endalaust tapar á því. Það er bara þannig. Ég er ekkert einn um þetta. Staðan er þannig, maður er kominn á þann punkt að maður er að íhuga; á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist? Stór partur af þessu vandamáli er netið og veiturnar. Spotify skilar engum tekjum til mín né nokkurs íslensks tónlistarmanns. Einu tekjurnar eru þær að spila "læv". Áttatíu prósent þeirra platna sem gefnar eru út eru gefnar út með tapi. Hún gæti verið að leggjast af, útgáfa á íslenskri tónlist, eins og við þekkjum hana.“ Næsta sólóplata frá Bubba er í salti og á hann þó nægt efni.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira