Íslensk tónlistarútgáfa að hruni komin Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 15:11 Bubbi Morthens sér lítinn tilgang í að senda frá sér nýja plötu; það er tap á slíkri útgáfu. Sena, stærsti plötuútgefandi landsins, gaf út 45 plötur á síðasta ári. Þeir ætla að gefa út 20 núna. Þetta segir Bubbi Morthens sem fullyrðir að hrun blasi við í útgáfu íslenskrar tónlistar eins og við þekkjum hana. „Miðað við þróun á sölu á íslenskum plötum undanfarin 3 ár, og þá er ég ekki að tala um Múgison eða Ásgeir Trausta, þeir eru frávik, gæti sú staða verið að koma upp að útgáfa á íslenskum plötum leggist af. Þetta er staðreynd. Það er svo mikið tap á íslenskri plötusölu, meðal annars út af ólöglegu niðurhali, svo mikið að hefðbundin útgáfa eins og við þekkjum hana er að hverfa. Stór hluti af íslenskri tónlist eins og við þekkjum hana er að leggjast af,“ segir Bubbi. Hann talar um mikið tap á útgáfunni á síðasta ári. Sjálfur hefur hann mátt súpa seyðið af hinni neikvæðu þróun. „Síðustu sólóplötur mínar hafa slefað í að rétt ná inn kostnaði og ekki það. Síðustu tvær plötur. Ég er ekki einn um það, þetta er almennt séð yfir bransann. Við erum að tala um stærstu nöfnin, ástsælustu söngvarana, músíkanta eins og Ragga Bjarna og þannig má lengi telja. Fyrir tíu árum hefðum við verið að tala um stórsölu á þessum plötum,“ segir Bubbi sem á árum áður seldi plötur sínar í bílförum. Enda löngum kallaður kóngurinn. „Þetta er meðal annars það sem útgefendur eru að tala um. Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum,“ segir Bubbi sem íhugar nú alvarlega stöðu sína. „Nei, þú ert ekki að fara að setja fyrirsögnina „Bubbi hættur að gefa út plötur“ á þetta spjall okkar. En ég er að íhuga alvarlega stöðu mína. Það hefur ekkert uppá sig að gefa út tónlist ef þú endalaust tapar á því. Það er bara þannig. Ég er ekkert einn um þetta. Staðan er þannig, maður er kominn á þann punkt að maður er að íhuga; á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist? Stór partur af þessu vandamáli er netið og veiturnar. Spotify skilar engum tekjum til mín né nokkurs íslensks tónlistarmanns. Einu tekjurnar eru þær að spila "læv". Áttatíu prósent þeirra platna sem gefnar eru út eru gefnar út með tapi. Hún gæti verið að leggjast af, útgáfa á íslenskri tónlist, eins og við þekkjum hana.“ Næsta sólóplata frá Bubba er í salti og á hann þó nægt efni. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Sena, stærsti plötuútgefandi landsins, gaf út 45 plötur á síðasta ári. Þeir ætla að gefa út 20 núna. Þetta segir Bubbi Morthens sem fullyrðir að hrun blasi við í útgáfu íslenskrar tónlistar eins og við þekkjum hana. „Miðað við þróun á sölu á íslenskum plötum undanfarin 3 ár, og þá er ég ekki að tala um Múgison eða Ásgeir Trausta, þeir eru frávik, gæti sú staða verið að koma upp að útgáfa á íslenskum plötum leggist af. Þetta er staðreynd. Það er svo mikið tap á íslenskri plötusölu, meðal annars út af ólöglegu niðurhali, svo mikið að hefðbundin útgáfa eins og við þekkjum hana er að hverfa. Stór hluti af íslenskri tónlist eins og við þekkjum hana er að leggjast af,“ segir Bubbi. Hann talar um mikið tap á útgáfunni á síðasta ári. Sjálfur hefur hann mátt súpa seyðið af hinni neikvæðu þróun. „Síðustu sólóplötur mínar hafa slefað í að rétt ná inn kostnaði og ekki það. Síðustu tvær plötur. Ég er ekki einn um það, þetta er almennt séð yfir bransann. Við erum að tala um stærstu nöfnin, ástsælustu söngvarana, músíkanta eins og Ragga Bjarna og þannig má lengi telja. Fyrir tíu árum hefðum við verið að tala um stórsölu á þessum plötum,“ segir Bubbi sem á árum áður seldi plötur sínar í bílförum. Enda löngum kallaður kóngurinn. „Þetta er meðal annars það sem útgefendur eru að tala um. Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum,“ segir Bubbi sem íhugar nú alvarlega stöðu sína. „Nei, þú ert ekki að fara að setja fyrirsögnina „Bubbi hættur að gefa út plötur“ á þetta spjall okkar. En ég er að íhuga alvarlega stöðu mína. Það hefur ekkert uppá sig að gefa út tónlist ef þú endalaust tapar á því. Það er bara þannig. Ég er ekkert einn um þetta. Staðan er þannig, maður er kominn á þann punkt að maður er að íhuga; á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist? Stór partur af þessu vandamáli er netið og veiturnar. Spotify skilar engum tekjum til mín né nokkurs íslensks tónlistarmanns. Einu tekjurnar eru þær að spila "læv". Áttatíu prósent þeirra platna sem gefnar eru út eru gefnar út með tapi. Hún gæti verið að leggjast af, útgáfa á íslenskri tónlist, eins og við þekkjum hana.“ Næsta sólóplata frá Bubba er í salti og á hann þó nægt efni.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira