Íslensk tónlistarútgáfa að hruni komin Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 15:11 Bubbi Morthens sér lítinn tilgang í að senda frá sér nýja plötu; það er tap á slíkri útgáfu. Sena, stærsti plötuútgefandi landsins, gaf út 45 plötur á síðasta ári. Þeir ætla að gefa út 20 núna. Þetta segir Bubbi Morthens sem fullyrðir að hrun blasi við í útgáfu íslenskrar tónlistar eins og við þekkjum hana. „Miðað við þróun á sölu á íslenskum plötum undanfarin 3 ár, og þá er ég ekki að tala um Múgison eða Ásgeir Trausta, þeir eru frávik, gæti sú staða verið að koma upp að útgáfa á íslenskum plötum leggist af. Þetta er staðreynd. Það er svo mikið tap á íslenskri plötusölu, meðal annars út af ólöglegu niðurhali, svo mikið að hefðbundin útgáfa eins og við þekkjum hana er að hverfa. Stór hluti af íslenskri tónlist eins og við þekkjum hana er að leggjast af,“ segir Bubbi. Hann talar um mikið tap á útgáfunni á síðasta ári. Sjálfur hefur hann mátt súpa seyðið af hinni neikvæðu þróun. „Síðustu sólóplötur mínar hafa slefað í að rétt ná inn kostnaði og ekki það. Síðustu tvær plötur. Ég er ekki einn um það, þetta er almennt séð yfir bransann. Við erum að tala um stærstu nöfnin, ástsælustu söngvarana, músíkanta eins og Ragga Bjarna og þannig má lengi telja. Fyrir tíu árum hefðum við verið að tala um stórsölu á þessum plötum,“ segir Bubbi sem á árum áður seldi plötur sínar í bílförum. Enda löngum kallaður kóngurinn. „Þetta er meðal annars það sem útgefendur eru að tala um. Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum,“ segir Bubbi sem íhugar nú alvarlega stöðu sína. „Nei, þú ert ekki að fara að setja fyrirsögnina „Bubbi hættur að gefa út plötur“ á þetta spjall okkar. En ég er að íhuga alvarlega stöðu mína. Það hefur ekkert uppá sig að gefa út tónlist ef þú endalaust tapar á því. Það er bara þannig. Ég er ekkert einn um þetta. Staðan er þannig, maður er kominn á þann punkt að maður er að íhuga; á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist? Stór partur af þessu vandamáli er netið og veiturnar. Spotify skilar engum tekjum til mín né nokkurs íslensks tónlistarmanns. Einu tekjurnar eru þær að spila "læv". Áttatíu prósent þeirra platna sem gefnar eru út eru gefnar út með tapi. Hún gæti verið að leggjast af, útgáfa á íslenskri tónlist, eins og við þekkjum hana.“ Næsta sólóplata frá Bubba er í salti og á hann þó nægt efni. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Sena, stærsti plötuútgefandi landsins, gaf út 45 plötur á síðasta ári. Þeir ætla að gefa út 20 núna. Þetta segir Bubbi Morthens sem fullyrðir að hrun blasi við í útgáfu íslenskrar tónlistar eins og við þekkjum hana. „Miðað við þróun á sölu á íslenskum plötum undanfarin 3 ár, og þá er ég ekki að tala um Múgison eða Ásgeir Trausta, þeir eru frávik, gæti sú staða verið að koma upp að útgáfa á íslenskum plötum leggist af. Þetta er staðreynd. Það er svo mikið tap á íslenskri plötusölu, meðal annars út af ólöglegu niðurhali, svo mikið að hefðbundin útgáfa eins og við þekkjum hana er að hverfa. Stór hluti af íslenskri tónlist eins og við þekkjum hana er að leggjast af,“ segir Bubbi. Hann talar um mikið tap á útgáfunni á síðasta ári. Sjálfur hefur hann mátt súpa seyðið af hinni neikvæðu þróun. „Síðustu sólóplötur mínar hafa slefað í að rétt ná inn kostnaði og ekki það. Síðustu tvær plötur. Ég er ekki einn um það, þetta er almennt séð yfir bransann. Við erum að tala um stærstu nöfnin, ástsælustu söngvarana, músíkanta eins og Ragga Bjarna og þannig má lengi telja. Fyrir tíu árum hefðum við verið að tala um stórsölu á þessum plötum,“ segir Bubbi sem á árum áður seldi plötur sínar í bílförum. Enda löngum kallaður kóngurinn. „Þetta er meðal annars það sem útgefendur eru að tala um. Ég er komin á þann stað að það borgar sig ekki lengur að gera plötu. Ég tapa á því. Þetta er sorgleg staðreynd að íslensk tónlist sungin á íslensku er líklega að hverfa af markaðinum,“ segir Bubbi sem íhugar nú alvarlega stöðu sína. „Nei, þú ert ekki að fara að setja fyrirsögnina „Bubbi hættur að gefa út plötur“ á þetta spjall okkar. En ég er að íhuga alvarlega stöðu mína. Það hefur ekkert uppá sig að gefa út tónlist ef þú endalaust tapar á því. Það er bara þannig. Ég er ekkert einn um þetta. Staðan er þannig, maður er kominn á þann punkt að maður er að íhuga; á maður að halda áfram að gefa út plötur? Á maður að halda áfram að semja tónlist? Stór partur af þessu vandamáli er netið og veiturnar. Spotify skilar engum tekjum til mín né nokkurs íslensks tónlistarmanns. Einu tekjurnar eru þær að spila "læv". Áttatíu prósent þeirra platna sem gefnar eru út eru gefnar út með tapi. Hún gæti verið að leggjast af, útgáfa á íslenskri tónlist, eins og við þekkjum hana.“ Næsta sólóplata frá Bubba er í salti og á hann þó nægt efni.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira