Verður að stækka griðasvæði hvala 10. maí 2014 12:00 Rannveig grétarsdóttir Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira
Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Sjá meira