Verður að stækka griðasvæði hvala 10. maí 2014 12:00 Rannveig grétarsdóttir Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Hvalaskoðun og hvalveiðar á Faxaflóa geta ekki farið saman til lengdar með því fyrirkomulagi sem nú er í gildi. Áður en illa fer verður að endurskoða mörk á milli skoðunar– og veiðisvæða. Þetta er niðurstaða fulltrúa hvalaskoðunarfyrirtækja og annarra sem tengjast hvalaskoðun eftir tíu daga fræðsluferð um austurströnd Bandaríkjanna, en ferðin var skipulögð af bandaríska utanríkisráðuneytinu og bandaríska sendiráðinu á Íslandi. Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar, segir að íslenska hópnum hafi verið kynnt stefnumörkun þarlendra stjórnvalda er varðar hvali og hvalveiðar, en ekki síður það öfluga starf sem unnið er við rannsóknir og verndun hvala. Fundað var með embættismönnum utanríkisráðuneytisins, þingmönnum og aðstoðarmönnum þeirra, starfsmönnum stofnana sem vinna að rannsóknum á hvölum og lífríki hafsins, fulltrúum hvalaskoðunarfyrirtækja og frjálsum félagasamtökum. Spurð um stöðu íslensku hvalaskoðunarfyrirtækjanna í samhengi við reynsluna úr ferðalaginu til Bandaríkjanna segir Rannveig: „Í ljósi þess að fram undan er eitt stærsta sumar fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi er ekki laust við að hrefnuveiðar, sem hófust í vikunni, varpi skugga á spennu okkar fyrir sumrinu. Frá því að hrefnuveiðar hófust á Faxaflóa árið 2003 höfum við orðið vör við talsverða breytingu á hegðun hrefnunnar á Faxaflóa og erfiðara er með hverju árinu að halda uppi gæðum ferðanna. Þetta er því alvarlegt mál fyrir okkur og við komum til með að beita okkur enn frekar fyrir breytingu á núverandi griðasvæði til að tryggja áframhald hrefnuskoðunar í Faxaflóa.“ Rannveig segir að íslenska hópnum hafi ekki síst komið á óvart þær öflugu rannsóknir sem eru stundaðar á hvölum í Bandaríkjunum, bæði á vegum opinberra stofnana en ekki síður af sjálfstæðum samtökum og þá oft í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtækin á svæðinu. „Okkur kom á óvart hversu langt hefur verið gengið í verndun hvala. Má nefna að sérstakar reglur hafa verið settar um siglingarhraða skipa á hafsvæðum þar sem mikið er um hval, skipaleiðum hefur verið breytt í krafti rannsókna og hvalatalninga. Veiðarfæri hafa verið þróuð til að takmarka óþarfa dauðsföll, en ásiglingar á hvali og dauði dýra vegna þess að þau flækjast í veiðarfæri eru, eins og annars staðar, vandamál þar í landi, þótt slíkt sé ekki í umræðunni hér,“ segir Rannveig. Á ferðum sínum heimsótti hópurinn borgir og bæi sem eiga sér langa sögu í hvalveiðum; fræddust um sögu samfélaganna og þróun þeirra. „Alls staðar sem við komum gegnir þessi saga hvalveiðanna stóru hlutverki við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samspili við hvalaskoðun en þangað koma milljónir manna ár hvert,“ segir Rannveig og tæpir á því að þessi þróun sé hafin hér á landi þótt mikið sé enn ógert.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira