Stúlkurnar frá Rómönsku Ameríku hafa vinninginn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 28. júní 2014 13:30 Esmeralda Santiago Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær. Menning Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
Í afþreyingarbókaflóði sumarsins bera tvær bækur höfuð og herðar yfir aðrar. Báðar eru þær skrifaðar af bandarískum konum sem eiga það sameiginlegt að hafa búið í æsku í Rómönsku Ameríku. Jennifer Clement býr reyndar enn í Mexíkóborg en hefur í millitíðinni búið í New York og Paris og Esmeralda Santiago flutti sem barn til New York frá Púertó Ríkó og og býr enn í nágrenni borgarinnar. Bók hennar, Stúlkan frá Púertó Ríkó, er fyrsti hluti sjálfsævisögu hennar og segir frá árunum í Púertó Ríkó, flutningnum til New York og fyrstu árunum þar. Bók Clement, Beðið fyrir brottnumdum, er hins vegar skáldsaga sem lýsir lífi ungrar stúlku, Ladydi Garcia Martinez, sem býr í litlu þorpi skammt frá Acapulco í Mexíkó. Bækurnar eru mjög ólíkar en lýsa báðar sárri reynslu og niðurlægingu. Bók Santiago endar á jákvæðum nótum þegar hún hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla og sér fram á breytingu á högum sínum og bók Clement endar sömuleiðis með bjartsýni, þótt allt sem lýst hefur verið fyrr í bókinni um það sem býður Mexíkóa sem reyna að komast ólöglega inn í BNA gefi svo sem ekki ástæðu til að ætla að þrengingum Ladydi sé þar með lokið. Bækurnar eiga það hins vegar sameiginlegt að vera sjaldgæflega vel skrifaðar og bera með sér liti, líf og lykt sem allt of sjaldan berast inn á borð íslenskra lesenda. Þrátt fyrir kröpp kjör og miklar ógnir sem steðja að ungum stúlkum í ofurveldi eiturlyfjabarónanna í Mexíkó er Beðið fyrir brottnumdum full af gleði og gáska og persóna Ladydi svo lifandi að lesandinn verður ástfanginn af henni á fyrstu síðu. Aukapersónur, einkanlega móðirin, eru líka skemmtilegar og þrátt fyrir allar hremmingarnar sem á dynja í sögunni er það með hlýju í hjarta sem maður leggur hana frá sér að lestri loknum. Esmeralda, Stúlkan frá Púertó Ríkó, verður manni ekki eins hjartfólgin en, þótt undarlegt megi virðast, taka hremmingarnar í sögu hennar meira á lesandann en skelfingin sem vofir yfir Ladydi í gegum alla söguna. Báðar eru bækurnar þeirrar gerðar að strax eftir nokkrar blaðsíður er lesandinn genginn inn í heim stúlknanna og á erfitt með að slíta sig þaðan fyrr en að lesinni síðustu blaðsíðu. Sannarlega kærkominn og litaglaður sumarauki í rigningunni. Ekki spillir fyrir að þýðingar beggja bókanna eru vel unnar eins og vænta mátti af þýðendunum Ingunni Snædal, sem þýddi Beðið fyrir brottnumdum sem Bjartur gefur út, og Herdísi Magneu Hübner, sem þýðir Stúlkuna frá Púertó Ríkó fyrir Sölku. Það er full ástæða til að hvetja alla sem vilja að bækur heilli sig og hreifi við sér til að kíkja á þessar tvær.
Menning Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira