Fótbolti

Alfreð fyrir ofan Agüero, Lewandowski og Zlatan

Alfreð Finnbogason raðar inn mörkum í Hollandi.
Alfreð Finnbogason raðar inn mörkum í Hollandi. Vísir/Getty
Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í fótbolta, er í fimmta sæti í baráttunni um gullskó Evrópu.

Alfreð er búinn að skora 21 mark í hollensku úrvalsdeildinni og er með 31,5 stig. Hann fær 1,5 stig fyrir hvert mark í Hollandi vegna styrkleika deildarinnar.

Baráttan er erfið við markahrókana í sterkustu deildum Evrópu því þeir fá tvö stig fyrir hvert mark sem þeir skora.

LuisSuárez, framherji Liverpool, trónir á toppnum með 46 stig fyrir mörkin 23 sem hann er búinn að skora í ensku úrvalsdeildinni og CristianoRonaldo kemur næstur með 44 stig fyrir 22 mörk.

DiegoCosta, framherji Atlético Madrid, nýtti tækifærið um síðustu helgi þegar hvorki Suárez né Ronaldo skoruðu og nálgaðist þá með marki gegn Real Valladolid.

Englendingurinn DanielSturridge er í fjórða sæti með 32 stig en ekkert framherjapar í Evrópu skorar meira en „SAS“ eins og þeir Suárez og Sturridge eru kallaðir.

Það er nánast ómögulegt fyrir Alfreð að ná þeim efstu á listanum en hann heldur áfram í baráttunni um fimmta sætið. Það yrði ekki amalegt fyrir Blikann að vera á meðal fimm mestu markaskorara Evrópu í lok tímabilsins.

Alfreð skoraði 24 mörk í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra og er á góðri leið með að bæta sitt eigið met á þessu tímabili. Fyrra metið átti PéturPétursson en hann skoraði 23 mark fyrir Feyenoord tímabilið 1979/1980.

Efstu átta í baráttunni um gullskó Evrópu:

Leikmaður - Félag - Mörk - Stig

1. Luis Suárez - Liverpool - 23 - 46

2. Cristiano Ronaldo - Real Madrid - 22 - 44

3. Diego Costa - Atlético - 21 - 42

4. Daniel Sturridge - Liverpool - 16 - 32 -

5. Alfreð Finnbogason - Heerenveen - 21 - 31,5

6. Sergio Agüero - Man. City - 15 - 30

7. Alexis Sánchez - Barcelona - 15 - 30

8. Zlatan Ibrahimovic - PSG - 19 - 28,5

Listinn í heild sinni.

Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Ísland á fimm í Norðurlandaúrvali VG

Norska dagblaðið Verdens Gang birtir í dag átján manna úrvalslið knattspyrnumanna frá Norðurlöndunum. Ísland á tvo leikmenn í byrjunarliði sem og besta þjálfarann.

Alfreð sagður á óskalista Solskjær

Enska blaðið Telegraph heldur því fram í dag að sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason sé einn þeirra leikmanna sem Ole Gunnar Solskjær, nýráðinn stjóri Cardiff, gæti mögulega keypt nú í janúar.

Alfreð sá eini með tvö tuttugu marka tímabil

Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að eiga tvö tuttugu marka tímabil þegar hann skoraði sitt tuttugasta mark í hollensku úrvalsdeildinni í vetur.

Heerenveen hafnaði tilboði Fulham í Alfreð

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham reyndi að kaupa íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason frá hollenska liðinu Heerenveen í dag á lokadegi félagsskiptagluggans í Evrópu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Sextán ára gamalt markamet fallið

Alfreð Finnbogason skoraði um helgina 43. markið sem Íslendingar hafa skorað í hollensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en með því hafa íslensku strákarnir í Hollandi bætt sextán ára gamalt markamet sem var sett í norsku úrvalsdeildinni sumarið 1998.

Alfreð ósáttur með forráðamenn Heerenveen

Alfreð Finnbogason, leikmaður Heerenveen og íslenska landsliðsins er óánægður með forráðamenn Heerenveen eftir að liðið hafnaði tilboði frá Fulham í félagsskiptaglugganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×