Fótbolti

Ísland á fimm í Norðurlandaúrvali VG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samsett mynd
Norska dagblaðið Verdens Gang birtir í dag átján manna úrvalslið knattspyrnumanna frá Norðurlöndunum. Ísland á tvo leikmenn í byrjunarliði sem og besta þjálfarann.

Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason komast báðir í byrjunarliðið hjá VG en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Aron Einar Gunnarsson eru á bekknum. Þá er Lars Lagerbäck settur sem þjálfari liðsins.

Blaðamenn VG hafa greinilega mestar mætur á danska landsliðinu en alls komust sjö Danir í hópinn, þar af sex í byrjunarliðið. Svíþjóð, Noregur og Finnland eiga aðeins einn leikmann hvert í byrjunarliðinu en Svíar eru með þrjá menn á bekknum þar að auki.

Umfjöllun VG má sjá hér en úrvalsliðið er þannig skipað:

Markvörður:

Jussi Jäaskaläinen, Finnlandi (West Ham)

Varnarmenn:

Peter Ankersen, Danmörku (Esbjerg)

Daniel Agger, Danmörku (Liverpool)

Brede Hangeland, Noregi (Fulham)

Nicolai Boilesen, Danmörku (Ajax)

Miðjumenn:

Gylfi Þór Sigurðsson (Tottenham)

Christian Eriksen, Danmörku (Tottenham)

William Kvist, Danmörku (Stuttgart)

Viktor Fischer, Danmörku (Ajax)

Sóknarmenn:

Alfred Finnbogason (Heerenveen)

Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð (Paris Saint-Germain)

Varamenn:

Markvörður: Andreas Isaksson, Svíþjóð (Kasimpasa)

Vörn: Pierre Bengtsson, Svíþjóð, (FC København)

Vörn: Per Nilsson, Svíþjóð (Nürnberg)

Miðja: Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)

Miðja: Michael Krohn-Dehli, Danmörku (Celta Vigo)

Sókn: Kolbeinn Sigþórsson (Ajax)

Þjálfari:

Lars Lagerbäck, Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×