"Við ætlum ekki að skella bara í lás“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2014 12:00 Ragnheiður Skúladóttir Fréttablaðið/Valli „Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“ Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“