Íslendingaliðið EHV Aue tapaði fyrir TV Bittenfeld í 2. deildinni í þýska handboltanum. Lokatölur urðu 33-28, Bittenfeld í vil.
Árni Þór Sigtryggsson skoraði tvö mörk fyrir Aue, en Bjarki Már Gunnarsson komst ekki á blað. Sveinbjörn Pétursson leikur einnig með Aue, en þjálfari liðsins er Rúnar Sigtryggsson, bróðir Árna.
Aue situr í 10. sæti í 2. deildinni.
