Snara einu lagi yfir á dönsku Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:00 Hljómsveitin Grísalappalísa fer í tónleikaferðalag til Danmerkur í næsta mánuði. mynd/Magnus Andersen „Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið. Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið.
Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira