Snara einu lagi yfir á dönsku Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:00 Hljómsveitin Grísalappalísa fer í tónleikaferðalag til Danmerkur í næsta mánuði. mynd/Magnus Andersen „Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið. Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið.
Tónlist Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira