Rannsókn vegna stækkunar fjármögnuð með veggjöldum Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. febrúar 2014 13:32 VÍSIR/PJETUR/SAMSETT „Á árunum 2007 til 2009 voru gerðar rannsóknir sem voru undirbúningur fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sem sér um rekstur gangnanna. „Það var gert í samkomulagi við Vegagerðina og gögnin úr þeirri vinnu voru afhent Vegagerðinni og ríkinu,“ segir Gísli en rannsóknin var hluti af öryggismálum Hvalfjarðargangna. Heildarkostnaður rannsóknarinnar nam 113 milljónum króna. Gísli segir að veggjöldin hafi fjármagnað rannsóknina. Rannsóknin fólst meðal annars í því að bora upp í bergið, skoða jarðveginn og reglugerðir og úttekt á kröfum sem nú eru gerðar til jarðgangna. Um það hvort að slíkar rannsóknir séu í samræmi við upphaflegan samning Spalar við ríkið um rekstur Hvalfjarðarganga svarar Gísli því til að árið 2007 hafi Spölur gert samkomulag við Vegagerðina um að Spölur færi í grunnrannsóknir á mögulegum nýjum göngum eða stækkun þeirra. Á þeim tíma hafi umferðarferðarþungi í gegnum göngin verið þannig að talið var nauðsynlegt að fara í að kanna með stækkun þeirra. Auk þess hafi öryggiskröfur í jarðgöngum verið hertar frá því árið 1995 þegar upphaflegur samningur var undirritaður. Verkefni Spalar sé að reka göngin og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um öryggi. Fyrir utan þær 113 miljónir sem farið hafa í rannsóknir vegna stækkunar gangnanna hafi Spölur fjárfest í öryggisbúnaði í göngunum fyrir um 300 milljónir . Varla sé hægt að álása Spöl fyrir að draga lappirnar í því að tryggja öryggi vegfarenda.Stækkun kostar átta til níu milljarða Gísli segir að kostnaður við stækkun gangnanna sé á bilinu átta til níu milljarðar án virðisaukaskatts og rannsóknarvinnan hafi aðeins verið undirbúningur á því verkefni. Hann segir það margrætt að tvöföldun gangnanna sé langbesta lausnin í öryggismálum á þessum kafla þjóðvegarins. „Það er ekki spurning um hvort göngin verði stækkuð heldur hvenær,“ segir Gísli. „Umferð í gegnum göngin dróst saman árið 2008 en nú er það að snúast við.“ Stjórn Spalar taki ekki ákvörðun um framkvæmdina né með hvaða hætti hún verði fjármögnuð eða greidd. „Ég vildi gjarnan keyra þarna frítt, það er ekki það, en það er augljóst að það þarf að fjalla um málið og fara yfir það með faglegum hætti.“ Tengdar fréttir Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43 Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Á árunum 2007 til 2009 voru gerðar rannsóknir sem voru undirbúningur fyrir tvöföldun Hvalfjarðarganga,“ segir Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar sem sér um rekstur gangnanna. „Það var gert í samkomulagi við Vegagerðina og gögnin úr þeirri vinnu voru afhent Vegagerðinni og ríkinu,“ segir Gísli en rannsóknin var hluti af öryggismálum Hvalfjarðargangna. Heildarkostnaður rannsóknarinnar nam 113 milljónum króna. Gísli segir að veggjöldin hafi fjármagnað rannsóknina. Rannsóknin fólst meðal annars í því að bora upp í bergið, skoða jarðveginn og reglugerðir og úttekt á kröfum sem nú eru gerðar til jarðgangna. Um það hvort að slíkar rannsóknir séu í samræmi við upphaflegan samning Spalar við ríkið um rekstur Hvalfjarðarganga svarar Gísli því til að árið 2007 hafi Spölur gert samkomulag við Vegagerðina um að Spölur færi í grunnrannsóknir á mögulegum nýjum göngum eða stækkun þeirra. Á þeim tíma hafi umferðarferðarþungi í gegnum göngin verið þannig að talið var nauðsynlegt að fara í að kanna með stækkun þeirra. Auk þess hafi öryggiskröfur í jarðgöngum verið hertar frá því árið 1995 þegar upphaflegur samningur var undirritaður. Verkefni Spalar sé að reka göngin og sjá til þess að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um öryggi. Fyrir utan þær 113 miljónir sem farið hafa í rannsóknir vegna stækkunar gangnanna hafi Spölur fjárfest í öryggisbúnaði í göngunum fyrir um 300 milljónir . Varla sé hægt að álása Spöl fyrir að draga lappirnar í því að tryggja öryggi vegfarenda.Stækkun kostar átta til níu milljarða Gísli segir að kostnaður við stækkun gangnanna sé á bilinu átta til níu milljarðar án virðisaukaskatts og rannsóknarvinnan hafi aðeins verið undirbúningur á því verkefni. Hann segir það margrætt að tvöföldun gangnanna sé langbesta lausnin í öryggismálum á þessum kafla þjóðvegarins. „Það er ekki spurning um hvort göngin verði stækkuð heldur hvenær,“ segir Gísli. „Umferð í gegnum göngin dróst saman árið 2008 en nú er það að snúast við.“ Stjórn Spalar taki ekki ákvörðun um framkvæmdina né með hvaða hætti hún verði fjármögnuð eða greidd. „Ég vildi gjarnan keyra þarna frítt, það er ekki það, en það er augljóst að það þarf að fjalla um málið og fara yfir það með faglegum hætti.“
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43 Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Nauðsynlegt að tvöfalda Hvalfjarðargöng Hvalfjarðargöng munu ekki uppfylla tilsett öryggisskilyrði ef umferð heldur áfram að aukast. 10. febrúar 2014 15:43
Fráleitt að sátt náist um áframhaldandi veggjöld „Þeir sem ferðast undir Hvalfjörðinn verða búnir að borga veggjald í 20 ár árið 2018,“ segir Eiríkur Þór Eiríksson, einn stofnenda hóps fólks sem mótmælir áframhaldandi gjaldtöku í göngunum. 12. febrúar 2014 16:06