Enski boltinn

Solskjær tekur líklega við Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ole Gunnar Solskjær flaug til Englands í dag og er talið fullvíst að hann muni taka við knattspyrnustjórn Cardiff innan skamms.

Cardiff mætir Arsenal í Lundúnum klukkan 15.00 í dag og var áætlað að Solskjær muni ræða við eigandann Vincent Tan fyrir leikinn. Eigandinn sendi einkaþotu sína til Noregs til að sækja Solskjær en hann er nú stjóri Molde í Noregi.

Norskir fjölmiðlar segja að samkomulag sé þegar í höfn en í Englandi er fullyrt að enn eigi eftir að ganga frá því. Það muni þó aðeins vera formsatriði. Er jafnvel talið að búið verði að ganga frá ráðningunni áður en leikurinn hefst í dag.

Solskjær hefur átt í viðræðum við Mehmet Dalman, stjórnarformann Cardiff, síðustu daga en félagið rak Malky Mackay á föstudaginn. Fyrr í vikunni var fullyrt í enskum fjölmiðlum að Solskjær hafi hafnað starfinu en viðræður hafa gengið vel síðasta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×