Enski boltinn

Gylfi enn meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki í leikmannahópi Tottenham sem mætir Manchester United á Old Trafford í dag.

Þetta kemur fram á mbl.is í dag en Gylfi Þór hefur verið að glíma við meiðsli í ökkla. Hann missti af 3-0 sigri Tottenham gegn Stoke um helgina af þeim sökum.

Gylfi Þór hafði spilað alla þrjá leiki Tottenham undir stjórn Tim Sherwood fram að því en Sherwood tók nýverið við Andre Villas-Boas sem knattspyrnustjóri Tottenham.

Leikurinn hefst klukkkan 17.30 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×