Enski boltinn

Suarez kominn í 20 mörk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez skoraði enn eitt markið þetta tímabilið er Liverpool vann 2-0 sigur á Hull í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Daniel Agger kom Liverpool yfir á 36. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu. Suarez hafði þá komið boltanum í markið fyrir heimamenn en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Suarez skoraði svo síðara mark leiksins á 50. mínútu með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu, efst í markhornið fjær.

Það var hans 20. mark á tímabilinu í aðeins fimmtán leikjum. Enginn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur áður komist í 20 mörk í svo fáum leikjum.

Liverpool komst upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrinum í dag en liðið er með 39 stig, einu meira en Everton og fimm stigum á eftir toppliði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×