Enski boltinn

Ætlum ekki að láta United slátra okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Tim Sherwood, stjóri Tottenham, á von á erfiðum leik gegn Manchester United í dag. Hann ætlar að nálgast leikinn af varkárni.

„Það eru erfiðari prófraunir fram undan með fullri virðingu fyrir Stoke,“ sagði Sherwood en Tottenham vann á dögunum sannfærandi 3-0 sigur á Stoke.

„Við þurfum að finna réttu formúluna gegn stóru liðunum. Við verðum að meta hvað United ætlar að gera í leiknum en við vitum að þeir verða mjög góðir,“ bætti hann við.

„Þannig hefur það verið alla mína tíð í fótboltanum. Við ætlum að bera virðingu fyrir þeim en við ætlum heldur ekki að vera eins og lömb á leið til slátrunar.“

United hefur unnið aðeins fjóra af níu heimaleikjum sínum til þessa en Sherwood veit að það býr meira í liðinu. „Þeir hafa náð að snúa genginu við og eru nú á góðu skriði. Þá verður mjög erfitt að stöðva liðið.“

„En við unnum á Old Trafford í fyrra og Gareth Bale skoraði þá fráb ært mark. Vonandi er það reynsla sem nýtist okkur í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×