Teflir saman nýrri tónlist og sígildri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 15:30 "Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið,“ segir Jón Stefánsson. Vísir/GVA „Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Gælunafnið á þessum tónleikum er Valdatónleikar því þeir sameina tónlist Sigvalda Kaldalóns og Þorvalds Gylfasonar.“ Þannig byrjar Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, þegar hann er beðinn að segja stuttlega frá tónleikum kórsins á sunnudaginn. „Heildarútgáfa á verkum Sigvalda Kaldalóns er í undirbúningi, við tókum að okkur kórlögin og sjáum nú fyrir endann á því verkefni,“ heldur Jón áfram. „Þetta er rosalegt magn, næstum 50 lög og við ætlum að flytja úrvalið af þeim, til dæmis Þótt þú langförull legðir, Ísland ögrum skorið og Ave María. Mér finnst Ave Marían hans Kaldalóns ein sú fallegasta af öllum Ave Maríum sem samdar hafa verið. Hún hefur verið útsett fyrir einsöngvara og kór og það var voða lítið mál fyrir mig að breyta henni alfarið í kórverk. Við flytjum nefnilega tvö lög úr Dansinum í Hruna, annað þeirra fjallar um það þegar kirkjan sekkur, þess vegna fannst mér við verða að enda á Ave Maríu og bætti henni því við en hún er ekki á upptökunum.“ Jón segir Þorvald Gylfason svo hafa gaukað að honum sjö sálmum við texta eftir Kristján Hreinsson og kórinn ætla að frumflytja þá. „Þorvaldur er gríðarlega aktífur, alltaf að semja músík og er kominn í um 70 tónverk – fer að nálgast Kaldalóns,“ segir hann. „Mér finnst gaman að tefla saman því nýjasta í tónlistinni og því sígilda.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 17 á sunnudag. Tómas Guðni Eggertsson leikur á píanó. Miðasala fer fram á vefnum tix.is og almennt miðaverð er 2.000 en 1.500 fyrir félaga í Listafélagi Langholtskirkju og eftirlaunaþega.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira