Lýgur fyrst og fremst að stelpum Ugla Egilsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 12:00 Laurent Binet hitti átrúnaðargoðið sitt, Bret Easton Ellis, í Los Angeles og borðaði með honum. "Hann var þolinmóður við mig á meðan ég var að útlista fyrir honum hvað ég væri mikill aðdáandi verka hans.“ MYND/Getty-Nordicphotos „Auðvitað er ég mannlegur og hef logið við ýmis tækifæri, sérstaklega að stelpum! Ég hef hins vegar óbeit á fólki sem notar skáldskap sem hjálpargagn við sögufalsanir,“ segir Laurent Binet, höfundur metsölubókarinnar HHhH, sem er söguleg skáldsaga um Reinhard Heydrich, hátt settan nasista í Þriðja ríkinu. Laurent fékk Prix Goncourt árið 2010 fyrir bókina, og menn eins og Bret Easton Ellis og Mario Vargas Llosa hafa ausið bókina lofi, og til stendur að búa til Hollywood-kvikmynd eftir bókinni. Laurent sviðsetur ekki neitt án þess að hafa heimildir fyrir því. Hann hefði til dæmis ekki tiltekið litinn á Mercedes-bifreið Reinhards ef hann hefði ekki haft heimildir fyrir því að hann var svartur. „Ég veit ég virka voðalega strangur á þessari reglu í HHhH,“ segir Laurent Binet. „Mér finnst siðferðislega vafasamt að nota sögulegan skáldskap til að styðja við einhverja söguskýringu. Ég las til dæmis franska skáldsögu þar sem niðurstaðan var að Pólverjar hefðu ekkert voðalegt samviskubit í raun og veru yfir því að hafa framselt Gyðinga. Það er algjört svindl að nota skáldskap sem sönnunargagn, því þá ertu að búa til sönnunargögnin,“ segir Laurent. Frásagnarmátinn í HHhH er svolítið eins og dagbók höfundar. „André Gide hélt dagbók á meðan hann skrifaði Les Faux-monnayeurs, og hann gaf út dagbókina eftir að bókin kom út. Ég gerði það sama, nema ég splæsti bókinni og dagbókinni saman í eina bók.“ Á einum stað í bókinni segir Laurent frá því að sem betur fer fyrir fjárhag hans hafi hann ekki keypt rándýra ævisögu ekkju Heydrich, sem er bara til á þýsku, sem hann talar ekki. Síðar í bókinni viðurkennir hann að hafa í raun keypt bókina og fengið stelpu til að þýða fyrir sig áhugaverðustu kaflana. „Það er einmitt þetta stríðnislega samtal við lesandann sem ég kann að meta í nútímaskáldskap. Ég sakna þess í frönskum nútímabókmenntum. Frönskum höfundum finnst þeir voðalega áhugaverðir ef þeir skrifa dapurlegar bækur um sálarlíf fólks, en formið skiptir meira máli en viðfangsefnið að mínu mati. Franskir rithöfundar eru lítið að gera tilraunir með formið (á því eru undantekningar, sérstaklega hjá kvenhöfundum). Þess vegna hef ég meira gaman af bandarískum og breskum nútímabókmenntum.“Þú blottaðir þig svo mikið í bókinni að mér er skapi næst að spyrja þig nærgöngulla spurninga um einkalíf þitt, eins og hvort þú og kærastan þín í bókinni, Natasja, séuð enn saman. Fannst þér ekkert óþægilegt að vera svona fyrirferðarmikill í bókinni? „Það kom alveg frá hjartanu. Ég reyndi að skrifa bókina eins og ég væri að segja góðum vini sögu á bar. Í samtölum skiptir maður skyndilega um umræðuefni. Það geri ég líka í bókinni. Ég vildi ekki vera inni í hausnum á sögulegu persónunum. Heil bók sem er skrifuð þannig á hins vegar á hættu að verða mjög þurr. Í stað þess að vera inni í hausnum á sögupersónum var ég inni í hausnum á mér, og skrifaði mínar eigin hugsanir.“Er ekki svolítið sjálfhverft að skrifa bók þar sem þú ert sjálfur aðalpersónan? „Jú, þessi bók er kannski gott dæmi um mikilmennskubrjálæðið á okkar dögum, þar sem allir eru aðalpersónur á eigin Facebook-síðu. Og til þess að gefa þér Facebook-svar við spurningu þinni um hvort ég sé enn með Natösju verð ég að segja: „It's complicated.““ Í kafla 179 í bókinni segir Laurent frá því að hann hafi ókyrrst þegar hann las viðtal við Marjane Satrapi, höfund Persepolis, þar sem hún hélt því fram að höfundar væru trúverðugastir þegar þeir skrifa um heimaland sitt. Í kaflanum veltir hann því síðan fyrir sér hvort þetta sé rétt.Fannst þér þú þurfa að réttlæta það sérstaklega að skrifa bók sem gerist að miklu leyti í Prag? „Núna hafna ég alveg þessu sem Marjane sagði, þótt ég hafi ekki alveg verið tilbúinn til að blása á það þegar ég skrifaði bókina. Í Frakklandi er mikil umræða um sjálfsmynd þjóðarinnar þessi misserin, og ég er kominn með algjört ógeð á föðurlandsást.“Væri ekki óheppilegt fyrir sögulega rithöfunda frá mjög óspennandi löndum ef það yrði sett regla um að þeir mættu bara skrifa um heimaland sitt? „Jú, það er auðvelt fyrir Marjane Sartrapi að koma með svona yfirlýsingar. Hún er frá Íran, landi með afar flókna sögu. Þar er af nógu að taka,“ segir Laurent. Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Auðvitað er ég mannlegur og hef logið við ýmis tækifæri, sérstaklega að stelpum! Ég hef hins vegar óbeit á fólki sem notar skáldskap sem hjálpargagn við sögufalsanir,“ segir Laurent Binet, höfundur metsölubókarinnar HHhH, sem er söguleg skáldsaga um Reinhard Heydrich, hátt settan nasista í Þriðja ríkinu. Laurent fékk Prix Goncourt árið 2010 fyrir bókina, og menn eins og Bret Easton Ellis og Mario Vargas Llosa hafa ausið bókina lofi, og til stendur að búa til Hollywood-kvikmynd eftir bókinni. Laurent sviðsetur ekki neitt án þess að hafa heimildir fyrir því. Hann hefði til dæmis ekki tiltekið litinn á Mercedes-bifreið Reinhards ef hann hefði ekki haft heimildir fyrir því að hann var svartur. „Ég veit ég virka voðalega strangur á þessari reglu í HHhH,“ segir Laurent Binet. „Mér finnst siðferðislega vafasamt að nota sögulegan skáldskap til að styðja við einhverja söguskýringu. Ég las til dæmis franska skáldsögu þar sem niðurstaðan var að Pólverjar hefðu ekkert voðalegt samviskubit í raun og veru yfir því að hafa framselt Gyðinga. Það er algjört svindl að nota skáldskap sem sönnunargagn, því þá ertu að búa til sönnunargögnin,“ segir Laurent. Frásagnarmátinn í HHhH er svolítið eins og dagbók höfundar. „André Gide hélt dagbók á meðan hann skrifaði Les Faux-monnayeurs, og hann gaf út dagbókina eftir að bókin kom út. Ég gerði það sama, nema ég splæsti bókinni og dagbókinni saman í eina bók.“ Á einum stað í bókinni segir Laurent frá því að sem betur fer fyrir fjárhag hans hafi hann ekki keypt rándýra ævisögu ekkju Heydrich, sem er bara til á þýsku, sem hann talar ekki. Síðar í bókinni viðurkennir hann að hafa í raun keypt bókina og fengið stelpu til að þýða fyrir sig áhugaverðustu kaflana. „Það er einmitt þetta stríðnislega samtal við lesandann sem ég kann að meta í nútímaskáldskap. Ég sakna þess í frönskum nútímabókmenntum. Frönskum höfundum finnst þeir voðalega áhugaverðir ef þeir skrifa dapurlegar bækur um sálarlíf fólks, en formið skiptir meira máli en viðfangsefnið að mínu mati. Franskir rithöfundar eru lítið að gera tilraunir með formið (á því eru undantekningar, sérstaklega hjá kvenhöfundum). Þess vegna hef ég meira gaman af bandarískum og breskum nútímabókmenntum.“Þú blottaðir þig svo mikið í bókinni að mér er skapi næst að spyrja þig nærgöngulla spurninga um einkalíf þitt, eins og hvort þú og kærastan þín í bókinni, Natasja, séuð enn saman. Fannst þér ekkert óþægilegt að vera svona fyrirferðarmikill í bókinni? „Það kom alveg frá hjartanu. Ég reyndi að skrifa bókina eins og ég væri að segja góðum vini sögu á bar. Í samtölum skiptir maður skyndilega um umræðuefni. Það geri ég líka í bókinni. Ég vildi ekki vera inni í hausnum á sögulegu persónunum. Heil bók sem er skrifuð þannig á hins vegar á hættu að verða mjög þurr. Í stað þess að vera inni í hausnum á sögupersónum var ég inni í hausnum á mér, og skrifaði mínar eigin hugsanir.“Er ekki svolítið sjálfhverft að skrifa bók þar sem þú ert sjálfur aðalpersónan? „Jú, þessi bók er kannski gott dæmi um mikilmennskubrjálæðið á okkar dögum, þar sem allir eru aðalpersónur á eigin Facebook-síðu. Og til þess að gefa þér Facebook-svar við spurningu þinni um hvort ég sé enn með Natösju verð ég að segja: „It's complicated.““ Í kafla 179 í bókinni segir Laurent frá því að hann hafi ókyrrst þegar hann las viðtal við Marjane Satrapi, höfund Persepolis, þar sem hún hélt því fram að höfundar væru trúverðugastir þegar þeir skrifa um heimaland sitt. Í kaflanum veltir hann því síðan fyrir sér hvort þetta sé rétt.Fannst þér þú þurfa að réttlæta það sérstaklega að skrifa bók sem gerist að miklu leyti í Prag? „Núna hafna ég alveg þessu sem Marjane sagði, þótt ég hafi ekki alveg verið tilbúinn til að blása á það þegar ég skrifaði bókina. Í Frakklandi er mikil umræða um sjálfsmynd þjóðarinnar þessi misserin, og ég er kominn með algjört ógeð á föðurlandsást.“Væri ekki óheppilegt fyrir sögulega rithöfunda frá mjög óspennandi löndum ef það yrði sett regla um að þeir mættu bara skrifa um heimaland sitt? „Jú, það er auðvelt fyrir Marjane Sartrapi að koma með svona yfirlýsingar. Hún er frá Íran, landi með afar flókna sögu. Þar er af nógu að taka,“ segir Laurent.
Menning Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira