Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 11:43 Fjölmargir voru mættir á kynningu skýrslunnar á Grand Hótel í morgun. visir/gva Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“ ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat höfunda skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður Íslands og ESB. Í skýrslunni segir að framtíð EES-samningsins sé háð verulegri óvissu, sem íslensk stjórnvöld hafi litla eða enga stjórn á heldur verði að bregðast við eftir því sem aðstæður krefjist. „Sú stefna að byggja tengsl ríkisins við ESB og innri markað þess áfram á EES-samningnum útheimtir vilja til að laga sig að hverju því sem þróunin innan ESB leiðir til. Það felur meðal annars í sér að Ísland mun í reynd þurfa að lúta yfirþjóðlegu valdi stofnana ESB á afmörkuðum sviðum,“ kemur fram í skýrslunni. Sú staða kalli á breytingar á stjórnarskrá Íslands til að áframhaldandi EES-aðild ríkisins brjóti ekki í bága við hana. „EES-aðildin krefst jafnframt vilja til að lúta forystu Norðmanna um það hvernig ríkin þrjú í EFTA-stoð EES fylgja þessari þróun eftir, enda ber Noregur höfuð og herðar yfir Ísland og Liechtenstein bæði að efnahagslegum og stjórnsýslulegum burðum og greiðir auk þess bróðurpartinn af „aðgangseyrinum“ að innri markaðnum. En sá aðgangseyrir felst að stærstum hluta í framlögum í Þróunarsjóð EFTA, sem má reikna með að hækki fyrir tímabilið 2014-2019,“ segir í skýrslunni. Skýrsluhöfundar segja að í þessu samhengi skipti líka máli „að það gefur Íslandi aukna möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu (ekki síst í samanburði við Noreg) að viðhalda stöðu sinni sem viðurkennds umsóknarríkis um aðild að sambandinu, jafnvel þótt aðildarviðræður liggi niðri, þar sem sú staða gefur fulltrúum Íslands betri aðgang en ella að áhrifamönnum innan ESB-stjórnsýslunnar.“
ESB-málið Tengdar fréttir Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er mælt með upptöku Evru. Upptakan gæti gengið hratt fyrir sig. 7. apríl 2014 11:46
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36