Íslendingar ættu að geta tekið upp Evru á 2-3 árum Ingvar Haraldsson skrifar 7. apríl 2014 11:46 Frá kynningarfundi skýrslunnar í morgun. Þar fór Ásgeir Jónsson yfir hvaða áhrif upptaka Evru myndi hafa á Íslandi. Mynd/GVA Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er fullyrt að Ísland ætti að geta tekið upp Evru á 2-3 árum eftir að gengið er inn í ERM-II ferlið. Það er rökstutt með því að benda á reynslu annarra smáríkja sem tekið hafa upp Evru. Sex af þeim 8 smáríkjum sem tekið hafa upp Evru hafa gert það á 2-3 árum eftir inngöngu í ERM-II. Jafnframt er bent á að árin 1989-2001 þegar Ísland studdist við fastgengi hafi verðbólga verið lág. Þegar Evrunni var komið á fót um aldamótin var Ísland eitt fárra Evrópuríkja sem uppfyllti Maastricht skilyrðin. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að Ísland ætti að geta uppfyllt Maastricht skilyrðin á tiltölulega skömmum tíma. Skýrsluhöfundar mæla með upptöku Evru og segja: „Þegar allt þetta er dregið saman, auk þess að taka tillit til þess mikla viðskiptaábata sem alþjóðleg og greiðsluhæf mynt getur sannanlega fært smáþjóðum, verður ekki önnur ályktun dregin en að upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu muni fela í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland.“ Einnig segir að jákvæð áhrif fyrir heimili og atvinnulíf yrðu veruleg. Það myndi birtast í lægri verðbólgu og lægri vöxtum auk þess að gengisóstöðugleiki myndi hverfa. Í skýrslunni segir að trúverðug áætlun um upptöku Evru gæti flýtt verulega fyrir losun hafta. Í aðlögunarferlinu muni Seðlabanki Evrópu kaupa allar þær krónur sem boðnar verði til sölu. Því verður ekkert því til fyrirstöðu að þeir aðilar sem eigi krónur á Íslandi muni geta flutt það fé úr landi án þess að hafa áhrif á hagkerfi landsins. Þó kemur kostnaður á móti. Atvinnuleysi mun verða breytilegra en langtíma atvinnustig ætti að vera hið sama. Með upptöku Evru munu íslensk verkalýðsfélög þurfa að semja um lægri launahækkanir í kjarasamningum en áður. Ef því verði ekki fylgt myndi það draga verulegan dilk á eftir sér með verri samkeppnisstöðu og síðan kreppu. Íslendingar munu þurfa að fóra sjálfstæðri peningamálastefnu. Þar með mun möguleikinn á að fella gengið í kreppu vera úr sögunni. Íslendingar munu einnig þurfa að fórna að einhverju leiti sjálfsstæði í ríkisfjármálum. Þá segir jafnframt að eftir upptöku Evru mun Ísland áfram fullvalda ríki og bera ábyrgð á eigin efnahagsstjórn. Það er því undir Íslendingum komið hvernig tekst til að vinna í innan Evrunnar. Frekar má lesa um málið hér að neðan. Tengdar fréttir Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 "Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil. 7. apríl 2014 10:02 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Í skýrslu Alþjóðamálastofnunnar er fullyrt að Ísland ætti að geta tekið upp Evru á 2-3 árum eftir að gengið er inn í ERM-II ferlið. Það er rökstutt með því að benda á reynslu annarra smáríkja sem tekið hafa upp Evru. Sex af þeim 8 smáríkjum sem tekið hafa upp Evru hafa gert það á 2-3 árum eftir inngöngu í ERM-II. Jafnframt er bent á að árin 1989-2001 þegar Ísland studdist við fastgengi hafi verðbólga verið lág. Þegar Evrunni var komið á fót um aldamótin var Ísland eitt fárra Evrópuríkja sem uppfyllti Maastricht skilyrðin. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að Ísland ætti að geta uppfyllt Maastricht skilyrðin á tiltölulega skömmum tíma. Skýrsluhöfundar mæla með upptöku Evru og segja: „Þegar allt þetta er dregið saman, auk þess að taka tillit til þess mikla viðskiptaábata sem alþjóðleg og greiðsluhæf mynt getur sannanlega fært smáþjóðum, verður ekki önnur ályktun dregin en að upptaka evru með aðild að myntbandalagi Evrópu muni fela í sér gríðarlegan velferðarábata fyrir Ísland.“ Einnig segir að jákvæð áhrif fyrir heimili og atvinnulíf yrðu veruleg. Það myndi birtast í lægri verðbólgu og lægri vöxtum auk þess að gengisóstöðugleiki myndi hverfa. Í skýrslunni segir að trúverðug áætlun um upptöku Evru gæti flýtt verulega fyrir losun hafta. Í aðlögunarferlinu muni Seðlabanki Evrópu kaupa allar þær krónur sem boðnar verði til sölu. Því verður ekkert því til fyrirstöðu að þeir aðilar sem eigi krónur á Íslandi muni geta flutt það fé úr landi án þess að hafa áhrif á hagkerfi landsins. Þó kemur kostnaður á móti. Atvinnuleysi mun verða breytilegra en langtíma atvinnustig ætti að vera hið sama. Með upptöku Evru munu íslensk verkalýðsfélög þurfa að semja um lægri launahækkanir í kjarasamningum en áður. Ef því verði ekki fylgt myndi það draga verulegan dilk á eftir sér með verri samkeppnisstöðu og síðan kreppu. Íslendingar munu þurfa að fóra sjálfstæðri peningamálastefnu. Þar með mun möguleikinn á að fella gengið í kreppu vera úr sögunni. Íslendingar munu einnig þurfa að fórna að einhverju leiti sjálfsstæði í ríkisfjármálum. Þá segir jafnframt að eftir upptöku Evru mun Ísland áfram fullvalda ríki og bera ábyrgð á eigin efnahagsstjórn. Það er því undir Íslendingum komið hvernig tekst til að vinna í innan Evrunnar. Frekar má lesa um málið hér að neðan.
Tengdar fréttir Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36 "Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil. 7. apríl 2014 10:02 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Z kynslóðin og konur áberandi í kulnun og 35 prósent starfsfólks úrvinda vegna vinnu Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ísland hefur innleitt tvo þriðju af lögum ESB Höfundar skýrslu Alþjóðamálastofnunar telja að Ísland hafi þegar innleitt um tvo þriðjuhluta löggjafar Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. 7. apríl 2014 11:36
"Liggur fyrir að alþjóðleg greiðsluhæf mynt muni skila velferðarbata“ Ásgeir Jónsson, hagfræðingur við Háskóla Íslands, gefur lítið fyrir að tengja sjálfstæði og fullveldi við mynt sem hægt er að fella. Hann bendir á að Ísland sé eina ríkið í heiminum með undir tvær milljónir íbúa sem sé með sjálfstæðan, fljótandi gjaldmiðil. 7. apríl 2014 10:02
Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04