Innlent

Par handtekið í tvígang á einum degi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fólkið er búsett á höfuðborgarsvæðinu
Fólkið er búsett á höfuðborgarsvæðinu
Par sem handtekið var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna ölvunar á almannafæri reyndist geyma ýmislegt í bakpoka sem það hafði meðferðis.

Þar á meðal voru átta rakspíraglös í innsigluðum pakkningum. Grunur leikur á um um hafi verið að ræða þýfi úr apóteki.

Parið var látið sofa úr sér vímuna á lögreglustöðinni í Keflavík og síðan sleppt.

Fólkið fór aftur á móti rakleitt frá lögreglustöðinni í annað apótek þar sem það stal fimm ilmvatnsglösum, að verðmæti ríflega 30 þúsund krónur.

Kallað var til lögreglu og parið því handtekið öðru sinni og flutt á lögreglustöð til skýrslutöku og þaðan til móts við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólkið er búsett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×