Innlent

Nauðsynlegt að skilgreina hagsmuni Íslands

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Vísir/GVA
„Fyrstu viðbrögð eru að þetta er mjög álitleg skýrsla. Getur vonandi stuðlað að málefnalegri og efnislegri umræðu um stöðu og hagsmuni okkar þjóðar,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um Evrópuskýrslu Alþjóðastofnunar HÍ.

„Það gefur auga leið að tækifæri okkar sem þjóðar að vaxa út úr þeim vandræðum sem við erum í felast í utanríkisviðskiptum. Og slík viðskipti verða þá ekki rakin nema að við séum með atvinnulíf sem geti mætt alþjóðlegum áskorunum.“

Gylfi segir það ekki gert á grundvelli hafta og lokaðra landamæra.

„Þvert á móti þurfum við að gera það með að hafa það aðgengi að mörkuðum og hafa þá þann innri stöðugleika og fjármagnskostnað sem gerir okkur það kleift.“

„Það er það sem kemur kannski fram í þessari skýrslu. Bæði hvað varðar Evruna og sjávarútvegsmálin.“

Gylfi segir nauðsynlegt að skilgreina hagsmuni okkar efnislega og málefnalega. „Við það verður einhver grundvöllur að eiga einhverja málefnalega samræðu að mæta hagsmunum þjóðarinnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×