Enski boltinn

Fellaini grunaður um að hrækja á Zabaleta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Enska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort að ástæða sé til að dæma Marouane Fellaini, leikmann Manchester United, í leikbann.

Fellaini slapp með áminningu þegar hann virtist gefa Pablo Zabaleta, leikmann Manchester City, olnbogaskot í leik liðanna á þriðjudagskvöld.

Nú hefur komið fram myndefni sem þykir sýna að Fellaini hafi hrækt að Argentínumanninum er hann lá í grasinu.

Enska sambandið er nú með myndefnið til skoðunar en samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Manchester City ekki leggja fram kvörtun vegna málsins.

Verði Fellaini fundinn sekur á hann yfir höfði sér þriggja leikja bann.

Skjáskot af Youtube sem þykir sýna hrákann á leið til jarðar.

Tengdar fréttir

Fellaini: Zabaleta fór í olnbogann

Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United, segir að það hafi ekki verið sig að sakast þegar City-maðurinn Pablo Zabaleta fékk olnbogaskot frá honum.

Manchester er ljósblá í ár

Man. City komst upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sannfærandi 0-3 sigur á nágrönnum sínum í Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×