Rúrik Gíslason og félagar í FCK unnu 1-0 sigur á Nordsjælland í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í kvöld.
Þetta var fyrri leikur liðanna en þau mætast aftur á heimavelli Nordsjælland í upphafi næsta mánaðar.
Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleik og var sjálfsmark hjá leikmanni Nordsjælland.

