Innlent

Árni hlaut 66 prósent atkvæða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Vísir/GVA
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, leiðir lista Sjálfstæðismanna í Reykjanebæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Lokatölur úr prófkjöri flokksins liggja nú fyrir.

Árni hlaut 959 atkvæði í fyrsta sætið sem svarar til um 66 prósenta atkvæða. Gunnar Þórarinsson, sem stefndi á 1. til 2. sætið, endaði í því með fimmta með 655 atkvæði.

Staðan þegar  öll 1525 atkvæðin hafa verið talin er eftirfarandi:

1. Árni Sigfússon (959 í fyrsta, samtals 1115)

2. Böðvar Jónsson (samtals 763 í fyrsta til annað)

3. Magnea Guðmundsdóttir (samtals 960 í fyrsta til þriðja)

4. Baldur Guðmundsson (samtals 737 í fyrsta til fjórða)

5. Gunnar Þórarinsson (samtals 655 í fyrsta til fimmta)

6. Björk Þorsteinsdóttir (samtals 721 í fyrsta til sjötta)

7. Einar Magnússon (samtals 742 í fyrsta til sjöunda)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×