Syngur létt og lágstemmt þó að tónarnir séu háir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 13:15 Kammerkór Egilsstaðakirkju er á meðal þeirra sem sjá um flutninginn. Mynd/Skarphéðinn Þórisson „Þetta verður mjög skemmtilegt og flott, ég get alveg lofað því. Heilmikill söngur,“ segir Þorbjörn Rúnarsson tenór um tvenna stórtónleika á Austurlandi á sunnudaginn. Þá flytja hátt í 60 manns þrjár kantötur úr Jólaóratoríu J.S. Bach, fyrst í Egilsstaðakirkju og síðan á Eskifirði. Það eru Kammerkór- og Kór Egilsstaðakirkju ásamt einsöngvurunum Þorbirni, Andreu Kissne Revfalvi sópran, Erlu Dóru Vogler mezzósópran og József Gabrieli-Kiss bassa sem sjá um flutninginn, með hljómsveit. Stjórnandi er Torvald Gjerde. Þorbjörn bjó á Egilsstöðum í 18 ár og söng með Kammerkór Egilsstaðakirkju frá stofnun hans. Hann býst við að syngja með kórnum núna líka, auk einsöngsins þar sem hann verður í hlutverki guðspjallamannsins eins og nokkrum sinnum áður, bæði meðan hann bjó á Egilsstöðum, í Langholtskirkju og í Færeyjum. „Þetta er ekkert boldangs tenórhlutverk í ítölskum stíl, heldur létt og lágstemmt þó að tónarnir séu háir,“ lýsir hann. Tónleikarnir verða klukkan 16 á sunnudag í Egilsstaðakirkju og klukkan 20 í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði. Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta verður mjög skemmtilegt og flott, ég get alveg lofað því. Heilmikill söngur,“ segir Þorbjörn Rúnarsson tenór um tvenna stórtónleika á Austurlandi á sunnudaginn. Þá flytja hátt í 60 manns þrjár kantötur úr Jólaóratoríu J.S. Bach, fyrst í Egilsstaðakirkju og síðan á Eskifirði. Það eru Kammerkór- og Kór Egilsstaðakirkju ásamt einsöngvurunum Þorbirni, Andreu Kissne Revfalvi sópran, Erlu Dóru Vogler mezzósópran og József Gabrieli-Kiss bassa sem sjá um flutninginn, með hljómsveit. Stjórnandi er Torvald Gjerde. Þorbjörn bjó á Egilsstöðum í 18 ár og söng með Kammerkór Egilsstaðakirkju frá stofnun hans. Hann býst við að syngja með kórnum núna líka, auk einsöngsins þar sem hann verður í hlutverki guðspjallamannsins eins og nokkrum sinnum áður, bæði meðan hann bjó á Egilsstöðum, í Langholtskirkju og í Færeyjum. „Þetta er ekkert boldangs tenórhlutverk í ítölskum stíl, heldur létt og lágstemmt þó að tónarnir séu háir,“ lýsir hann. Tónleikarnir verða klukkan 16 á sunnudag í Egilsstaðakirkju og klukkan 20 í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði.
Menning Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira