Utan Vallar: Bræðrablús í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2014 07:00 Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir hafa átt erfitt uppdráttar í sumar. Vísir/Daníel Það blæs ekki byrlega fyrir Fram þessa dagana. Liðið situr í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir. Fram hefur aðeins unnið tvo leiki, skorað fæst mörk allra og fengið á sig flest. Og það er ekkert sem bendir til þess að leiðin liggi upp á við. Safamýrarliðið hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum með markatölunni 1-13. Ef fram heldur sem horfir leikur Fram í 1. deild að ári. Síðasta haust var Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari Fram, en honum var ætlað að stýra félaginu á þeirri nýju braut sem það ætlaði að feta. Ákveðið var að byggja upp til framtíðar og gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu. Þú byggir hins vegar ekki upp lið á unglingum einum saman. Þetta veit Bjarni og í því skyni fékk hann miðvörðinn Tryggva Bjarnason og bróður sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, til Fram. Þeir, ásamt Viktori Bjarka Arnarsyni og fyrirliðanum Ögmundi Kristinssyni, áttu að mynda burðarvirkið í liðinu og vera yngri leikmönnum til halds og trausts. Yngri leikmennirnir hafa sumir hverjir staðið sig ágætlega, þótt spilamennska þeirra hafi verið upp og niður eins og ungra leikmanna er siður. Þeir eru ekki undanskildir ábyrgð, en Fram þarf betri frammistöðu frá sínum eldri og reyndari leikmönnum, eða einfaldlega betri leiðtoga, til að verkefnið sem félagið réðist í síðasta haust gangi upp. Burðarvirkið hefur einfaldlega ekki verið nógu traust. Ögmundur Kristinsson gerði sitt og gott betur meðan hans naut við, en mikilvægi hans fyrir Fram verður seint ofmetið. Viktor Bjarki hefur spilað á pari, en Tryggvi hefur ekki náð sér á strik og hans tíma sem miðvarðar í efstu deild virðist vera lokið. Og svo er það Jóhannes Karl. Flestir bjuggust við að hann myndi myndi styrkja Fram-liðið og sinna leiðtogahlutverki. Jóhannes lék nú einu sinni sem atvinnumaður um 15 ára skeið. Hann hefur hins vegar spilað illa í sumar, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og er hálfgerður dragbítur á liðinu. Jóhannes er aðeins með 4,6 að meðaltali í einkunnagjöf Fréttablaðsins og hefur ekki reynst Fram sá styrkur sem búist var við. Samt þráast Bjarni við og heldur Jóhannesi í byrjunarliðinu, hvort sem það er í stöðu miðjumanns, miðvarðar eða jafnvel hægri bakvarðar. Öll vandamál Fram-liðsins munu ekki gufa upp við það eitt að Jóhannes verði tekinn úr byrjunarliðinu, en þetta getur ekki orðið mikið verra en það er. Það flækir auðvitað málin að Jóhannes er stórt nafn, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, og bróðir þjálfarans. En frammistaða hans í sumar réttlætir ekki áskrift að byrjunarliðssæti. Björgólfur Takefusa spilaði ekki vel í þeim leikjum sem hann lék með Fram í sumar og honum var ýtt til hliðar. Það verður athyglisvert að sjá hvort Bjarni hafi kjark til að setja Jóhannes á bekkinn eða hvort hann framlengi áskriftartímabilið. Hann þarf að minnsta kosti að gera eitthvað. Annars fer illa. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Það blæs ekki byrlega fyrir Fram þessa dagana. Liðið situr í botnsæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir þrettán umferðir. Fram hefur aðeins unnið tvo leiki, skorað fæst mörk allra og fengið á sig flest. Og það er ekkert sem bendir til þess að leiðin liggi upp á við. Safamýrarliðið hefur tapað síðustu fimm leikjum sínum með markatölunni 1-13. Ef fram heldur sem horfir leikur Fram í 1. deild að ári. Síðasta haust var Bjarni Guðjónsson ráðinn þjálfari Fram, en honum var ætlað að stýra félaginu á þeirri nýju braut sem það ætlaði að feta. Ákveðið var að byggja upp til framtíðar og gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri til að sanna sig í deild þeirra bestu. Þú byggir hins vegar ekki upp lið á unglingum einum saman. Þetta veit Bjarni og í því skyni fékk hann miðvörðinn Tryggva Bjarnason og bróður sinn, Jóhannes Karl Guðjónsson, til Fram. Þeir, ásamt Viktori Bjarka Arnarsyni og fyrirliðanum Ögmundi Kristinssyni, áttu að mynda burðarvirkið í liðinu og vera yngri leikmönnum til halds og trausts. Yngri leikmennirnir hafa sumir hverjir staðið sig ágætlega, þótt spilamennska þeirra hafi verið upp og niður eins og ungra leikmanna er siður. Þeir eru ekki undanskildir ábyrgð, en Fram þarf betri frammistöðu frá sínum eldri og reyndari leikmönnum, eða einfaldlega betri leiðtoga, til að verkefnið sem félagið réðist í síðasta haust gangi upp. Burðarvirkið hefur einfaldlega ekki verið nógu traust. Ögmundur Kristinsson gerði sitt og gott betur meðan hans naut við, en mikilvægi hans fyrir Fram verður seint ofmetið. Viktor Bjarki hefur spilað á pari, en Tryggvi hefur ekki náð sér á strik og hans tíma sem miðvarðar í efstu deild virðist vera lokið. Og svo er það Jóhannes Karl. Flestir bjuggust við að hann myndi myndi styrkja Fram-liðið og sinna leiðtogahlutverki. Jóhannes lék nú einu sinni sem atvinnumaður um 15 ára skeið. Hann hefur hins vegar spilað illa í sumar, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og er hálfgerður dragbítur á liðinu. Jóhannes er aðeins með 4,6 að meðaltali í einkunnagjöf Fréttablaðsins og hefur ekki reynst Fram sá styrkur sem búist var við. Samt þráast Bjarni við og heldur Jóhannesi í byrjunarliðinu, hvort sem það er í stöðu miðjumanns, miðvarðar eða jafnvel hægri bakvarðar. Öll vandamál Fram-liðsins munu ekki gufa upp við það eitt að Jóhannes verði tekinn úr byrjunarliðinu, en þetta getur ekki orðið mikið verra en það er. Það flækir auðvitað málin að Jóhannes er stórt nafn, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður, og bróðir þjálfarans. En frammistaða hans í sumar réttlætir ekki áskrift að byrjunarliðssæti. Björgólfur Takefusa spilaði ekki vel í þeim leikjum sem hann lék með Fram í sumar og honum var ýtt til hliðar. Það verður athyglisvert að sjá hvort Bjarni hafi kjark til að setja Jóhannes á bekkinn eða hvort hann framlengi áskriftartímabilið. Hann þarf að minnsta kosti að gera eitthvað. Annars fer illa.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn