Átta marka veisla í Kópavogi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. ágúst 2014 12:00 Pepsi-deild karla í fótbolta fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna Verslunamannahelgarinnar. Fjórir leikir eru á dagskrá, en tveimur er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin áttu að mætast innbyrðist, en leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og KR og FH hins vegar var frestað og fara þeir fram síðar í mánuðinum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Pepsi-mörkunum sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Einn af leikjum kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli, en í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr frábærum leik liðanna í Pepsi-deildinni frá því 2009, sumarið sem Breiðablik varð bikarmeistari. Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Hauks Inga Guðnasonar og Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, en Haukur Ingi, sem er aðstoðarþjálfari Fylkis í dag, verður með sína menn í Árbænum þar sem þeir taka á móti ÍBV klukkan 18.00. Mínútu eftir að Magnús Sverrir skoraði, nánar til tekið á 15. mínútu, minnkaði Alfreð Finnbogason muninn fyrir Breiðablik, en hann var í lok tímabilsins kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kristinn Steindórsson jafnaði svo metin á 58. mínútu. Blikum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en ellefu mínútum eftir að Kristinn skoraði bætti Haukur Baldvinsson við þriðja markinu. Haukur fullkomnaði svo frábæra endurkomu Breiðabliks með öðru marki sínu og fjórða marki liðsins á 70. mínútu leiksins. En Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát. Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem sókndjarfur bakvörður hjá Keflavík í sumar, minnkaði muninn í 4-3 á 78. mínútu og miðvörðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki úr teignum á 85. mínútu leiksins. Það er vonandi fyrir hlutlausa að leikurinn verði jafnskemmtilegur í kvöld, en bæði lið þurfa á sigri að halda. Keflvíkingar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og Blikar daðra enn við falldrauginn, fjórum stigum frá fallsæti.Leikir kvöldsins: 18.00 Þór - Fram, Þórsvelli 18.00 Fylkir - ÍBV, Fylkisvelli 19.15 Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvelli 19.15 Valur - Fjölnir, Vodafonevelli 22.00 Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Pepsi-deild karla í fótbolta fer aftur af stað í kvöld eftir frí vegna Verslunamannahelgarinnar. Fjórir leikir eru á dagskrá, en tveimur er frestað vegna þátttöku FH og Stjörnunnar í Evrópudeildinni. Fjögur efstu liðin áttu að mætast innbyrðist, en leikur Víkings og Stjörnunnar annars vegar og KR og FH hins vegar var frestað og fara þeir fram síðar í mánuðinum. Öllum fjórum leikjum kvöldsins verða gerð skil í Pepsi-mörkunum sem eru á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.00 í kvöld. Einn af leikjum kvöldsins er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli, en í spilaranum hér að ofan má sjá mörkin úr frábærum leik liðanna í Pepsi-deildinni frá því 2009, sumarið sem Breiðablik varð bikarmeistari. Keflvíkingar komust í 2-0 með mörkum Hauks Inga Guðnasonar og Magnúsar Sverris Þorsteinssonar, en Haukur Ingi, sem er aðstoðarþjálfari Fylkis í dag, verður með sína menn í Árbænum þar sem þeir taka á móti ÍBV klukkan 18.00. Mínútu eftir að Magnús Sverrir skoraði, nánar til tekið á 15. mínútu, minnkaði Alfreð Finnbogason muninn fyrir Breiðablik, en hann var í lok tímabilsins kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Kristinn Steindórsson jafnaði svo metin á 58. mínútu. Blikum héldu engin bönd í seinni hálfleik, en ellefu mínútum eftir að Kristinn skoraði bætti Haukur Baldvinsson við þriðja markinu. Haukur fullkomnaði svo frábæra endurkomu Breiðabliks með öðru marki sínu og fjórða marki liðsins á 70. mínútu leiksins. En Keflvíkingar lögðu ekki árar í bát. Magnús Þórir Matthíasson, sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga sem sókndjarfur bakvörður hjá Keflavík í sumar, minnkaði muninn í 4-3 á 78. mínútu og miðvörðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson jafnaði svo leikinn með glæsilegu marki úr teignum á 85. mínútu leiksins. Það er vonandi fyrir hlutlausa að leikurinn verði jafnskemmtilegur í kvöld, en bæði lið þurfa á sigri að halda. Keflvíkingar hafa ekki unnið í fjórum síðustu leikjum sínum í deildinni og Blikar daðra enn við falldrauginn, fjórum stigum frá fallsæti.Leikir kvöldsins: 18.00 Þór - Fram, Þórsvelli 18.00 Fylkir - ÍBV, Fylkisvelli 19.15 Breiðablik - Keflavík, Kópavogsvelli 19.15 Valur - Fjölnir, Vodafonevelli 22.00 Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira