Kona í keppni við Van Persie, Zlatan og Diego Costa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2014 22:30 Stephanie Roche, til hægri, í leik með írska landsliðinu. Vísir/Getty Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi. Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Diego Costa og James Rodríguez eru fjórir af frægustu knattspyrnumönnum heims og þeir skoruðu allir frábær mörk á síðasta ári. Kapparnir keppa um flottasta mark ársins hjá FIFA en þeir fá samkeppni úr óvæntri átt. Írska landsliðskonan Stephanie Roche skoraði magnað mark á árinu og það mark er einnig tilnefnt í ár. Markið skoraði Roche í leik með Peamount United á móti Wexford Youths sem eru ekki beint frægustu fótboltafélög heimsins. Upptaka með marki Stephanie Roche fór eins og eldur um sinu um vefinn og eftir að myndbandið hafi fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Youtube þá ákvað FIFA að tilefna það fyrir kjörið á marki ársins. Það er hægt að sjá markið hennar hér fyrir neðan. Þetta er líka stórkostlegt mark. Stephanie Roche fékk boltann fyrir utan teig og með bakið í markið. Hún tók við boltanum lyfti honum yfir höfuð sér með annarri snertingu og afgreiddi boltann síðan viðstöðulaust í markið. „Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð við þessu marki. Athyglin sem markið er að fá hefur líka hjálpað að vekja meiri athygli á kvennafótboltanum sem ég er mjög ánægð með," sagði Stephanie Roche í viðtali við Guardian. Það er hægt að kjósa um besta markið á FIFA-síðunni. Til greina koma mörk með Tim Cahill, Diego Costa, Marco Fabian, Zlatan Ibrahimovic, Pajtim Kasami, Stephanie Roche, James Rodriguez, Camilo Sanvezzo, Hisato Sato og Robin van Persie. Stephanie Roche spilar ekki lengur með Peamount United því hún er núna leikmaður með franska liðinu Albi.
Enski boltinn Fréttir ársins 2014 HM 2014 í Brasilíu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Í beinni: ÍA - KR | Skagamenn stefna á að hefna sín Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Sjá meira