Lengst útí rassgati festival Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júní 2014 14:00 „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð,“ segir Ólöf Dómhildur. Mynd/Ágúst G. Atlason „Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“ Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við erum hérna á Ísafirði að fara að halda okkar fyrstu listahátíð sem heitir LÚR-festival eða Lengst útí rassgati. Það eru um 12 ungmenni sem hafa staðið að mestum hluta skipulagningarinnar en þau eru á aldrinum 16 til 19 ára og ein sem er 26 ára,“ segir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri menningarmiðstöðvarinnar Edinborgarhússins. „Við byrjum í kvöld með því að blásið verður í fornnorræna hljóðfærið lür, sem við pöntuðum frá Tolga í Noregi. Þetta er gamalt víkingahljóðfæri, einn komma þrír metrar að lengd og lítur út eins og trompet með engum tökkum. Smíðað úr birki og kemur fyrst fyrir í Íslendingasögunum.“ Það er Madis Maëkalle, sem kennir á blásturshljóðfæri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fær þann heiður að vígja hljóðfærið og að opnunarathöfninni lokinni hefst tískusýning á Silfurtorgi í umsjón Morrans, sem er leiklistarhópur Vinnuskólans. Dagskránni í kvöld lýkur svo með tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.Lúrinn Madis blæs í víkingahljóðfærið LÜR.Á föstudag hefjast danssmiðja og hönnunarsmiðja sem öllum eru opnar. „Markhópurinn er fólk á aldrinum 16 til 30 ára,“ segir Ólöf. „En það er öllum velkomið að koma og taka þátt. Við erum ekki með neina aldursfordóma og viljum endilega fá sem flesta til okkar.“ Hátíðinni lýkur með lokahófi á laugardagskvöld þar sem hljómsveitin Mammút er aðalnúmerið en auk hennar leika tvær ísfirskar unglingahljómsveitir, söngkonan Freyja Rein treður upp og hljómsveitin Rhythmatic leikur nokkur lög. „Við vonum bara að sem flestir láti sjá sig og skemmti sér með okkur,“ segir Ólöf. „Við rennum dálítið blint í sjóinn með þetta, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem við höldum svona hátíð en það er ókeypis á alla viðburðina nema lokahófið svo við bindum vonir við að þátttakan verði góð.“
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira