Enski boltinn

Toni Kroos vill fara til Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viltu í alvöru fara?
Viltu í alvöru fara? Vísir/Getty
Toni Kroos, miðjumaður Þýskalands- og Evrópumeistara Bayern München, hefur sagt liðsfélögum sínum að hann vilji ganga í raðir Manchester United í sumar. Enska blaðið The Mirror greinir frá þessu.

Kroos er sagður þreyttur á því að leika aukahlutverk fyrir Bastian Schweinsteiger hjá Bayern og vill fá meiri ábyrgð sem hann fengi svo sannarlega hjá Manchester United,

Að auki ætla Englandsmeistararnir að borga honum 200.000 pund á viku eða tæplega 38 milljónir króna. Þau laun fær hann ekki hjá Bayern, að sögn The Mirror, en samningaviðræður hans við Bæjara standa í stað.

United er sagt tilbúið að greiða 40 milljónir punda fyrir Kroos, meira að segja þó hann eigi aðeins eitt ár eftir af samningnum sínum hjá Bayern. Áhugi Real Madrid á miðjumanninum öfluga gæti þó spilað þar inn í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×