Leoncie og UMTBS etja kappi á Gauknum Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. janúar 2014 08:30 Leoncie kemur fram á Gamla Gauknum í febrúar. mynd/einkasafn „Svo er mál með vexti að ég er í þeirri stöðu að ég sé um viðburðastjórnun á Gauknum. Ég talaði því við Leoncie og sannfærði hana um að spila hjá okkur en ég klikkaði reyndar á því, að sama dag er UMTBS, Ultra Mega Technobandið Stefán að halda útgáfutónleika sína á Harlem skammt frá,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, tónlistarmaður og viðburðastjóri Gauksins. Þann 8. febrúar kemur Leoncie fram á Gamla Gauknum. Þá er hljómsveit Sigurðar að spila á Harlem sem er í sömu byggingu, sama kvöld. „Það er komin upp sú kexruglaða staða að við erum í beinni samkeppni við Icy Spicy Leoncie, sem ég skapaði sjálfur. Þar sem ég hef hagsmuni að verja á Gauknum þá er ég kominn í samkeppni við sjálfan mig,“ útskýrir Sigurður.Sigurður er í samkeppni við Leoncie.mynd/hörður sveinssonLeoncie mun árita hljómplötur sínar á staðnum en tekið er sérstaklega fram að allir hatarar, fólk með minnimáttarkennd gagnvart listamanninum, öfundsjúkir og hrokagikkir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. „Leoncie er listamaður fólksins í landinu sem hefur áhuga á hreinni sköpun og alvöru popptónlist í hæsta gæðaflokki.“Hér má lesa nánar um Leoncie tónleikana.Hér má lesa nánar um UMTBS tónleikana. Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Svo er mál með vexti að ég er í þeirri stöðu að ég sé um viðburðastjórnun á Gauknum. Ég talaði því við Leoncie og sannfærði hana um að spila hjá okkur en ég klikkaði reyndar á því, að sama dag er UMTBS, Ultra Mega Technobandið Stefán að halda útgáfutónleika sína á Harlem skammt frá,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, tónlistarmaður og viðburðastjóri Gauksins. Þann 8. febrúar kemur Leoncie fram á Gamla Gauknum. Þá er hljómsveit Sigurðar að spila á Harlem sem er í sömu byggingu, sama kvöld. „Það er komin upp sú kexruglaða staða að við erum í beinni samkeppni við Icy Spicy Leoncie, sem ég skapaði sjálfur. Þar sem ég hef hagsmuni að verja á Gauknum þá er ég kominn í samkeppni við sjálfan mig,“ útskýrir Sigurður.Sigurður er í samkeppni við Leoncie.mynd/hörður sveinssonLeoncie mun árita hljómplötur sínar á staðnum en tekið er sérstaklega fram að allir hatarar, fólk með minnimáttarkennd gagnvart listamanninum, öfundsjúkir og hrokagikkir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. „Leoncie er listamaður fólksins í landinu sem hefur áhuga á hreinni sköpun og alvöru popptónlist í hæsta gæðaflokki.“Hér má lesa nánar um Leoncie tónleikana.Hér má lesa nánar um UMTBS tónleikana.
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira