Leoncie og UMTBS etja kappi á Gauknum Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. janúar 2014 08:30 Leoncie kemur fram á Gamla Gauknum í febrúar. mynd/einkasafn „Svo er mál með vexti að ég er í þeirri stöðu að ég sé um viðburðastjórnun á Gauknum. Ég talaði því við Leoncie og sannfærði hana um að spila hjá okkur en ég klikkaði reyndar á því, að sama dag er UMTBS, Ultra Mega Technobandið Stefán að halda útgáfutónleika sína á Harlem skammt frá,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, tónlistarmaður og viðburðastjóri Gauksins. Þann 8. febrúar kemur Leoncie fram á Gamla Gauknum. Þá er hljómsveit Sigurðar að spila á Harlem sem er í sömu byggingu, sama kvöld. „Það er komin upp sú kexruglaða staða að við erum í beinni samkeppni við Icy Spicy Leoncie, sem ég skapaði sjálfur. Þar sem ég hef hagsmuni að verja á Gauknum þá er ég kominn í samkeppni við sjálfan mig,“ útskýrir Sigurður.Sigurður er í samkeppni við Leoncie.mynd/hörður sveinssonLeoncie mun árita hljómplötur sínar á staðnum en tekið er sérstaklega fram að allir hatarar, fólk með minnimáttarkennd gagnvart listamanninum, öfundsjúkir og hrokagikkir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. „Leoncie er listamaður fólksins í landinu sem hefur áhuga á hreinni sköpun og alvöru popptónlist í hæsta gæðaflokki.“Hér má lesa nánar um Leoncie tónleikana.Hér má lesa nánar um UMTBS tónleikana. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Svo er mál með vexti að ég er í þeirri stöðu að ég sé um viðburðastjórnun á Gauknum. Ég talaði því við Leoncie og sannfærði hana um að spila hjá okkur en ég klikkaði reyndar á því, að sama dag er UMTBS, Ultra Mega Technobandið Stefán að halda útgáfutónleika sína á Harlem skammt frá,“ segir Sigurður Ásgeir Árnason, tónlistarmaður og viðburðastjóri Gauksins. Þann 8. febrúar kemur Leoncie fram á Gamla Gauknum. Þá er hljómsveit Sigurðar að spila á Harlem sem er í sömu byggingu, sama kvöld. „Það er komin upp sú kexruglaða staða að við erum í beinni samkeppni við Icy Spicy Leoncie, sem ég skapaði sjálfur. Þar sem ég hef hagsmuni að verja á Gauknum þá er ég kominn í samkeppni við sjálfan mig,“ útskýrir Sigurður.Sigurður er í samkeppni við Leoncie.mynd/hörður sveinssonLeoncie mun árita hljómplötur sínar á staðnum en tekið er sérstaklega fram að allir hatarar, fólk með minnimáttarkennd gagnvart listamanninum, öfundsjúkir og hrokagikkir eru vinsamlegast beðnir um að halda sig heima. „Leoncie er listamaður fólksins í landinu sem hefur áhuga á hreinni sköpun og alvöru popptónlist í hæsta gæðaflokki.“Hér má lesa nánar um Leoncie tónleikana.Hér má lesa nánar um UMTBS tónleikana.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira