Guðlaug hættir sem formaður BHM Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2014 15:57 Guðlaug Kristjánsdóttir segir nú tímabært "að stíga til hliðar og hleypa nýjum að“. Mynd/BHM Guðlaug Kristjánsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður Bandalags háskólamanna eftir rúmlega sex ára starf. Í bréfi til starfsmanna segir hún nú tímabært að stíga til hliðar og hleypa nýjum að. „Í vor sem leið var ég endurkjörin sem formaður BHM og var þar um að ræða síðustu tvö árin af átta í samræmi við lög bandalagsins. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum leiddi ég lista nýs framboðs í heimabæ mínum, Hafnarfirði. Niðurstöður kosninganna urðu með þeim hætti að í dag er ég forseti bæjarstjórnar og annar af oddvitum nýs meirihluta. Í samráði við stjórn BHM var í kjölfarið ákveðið að láta reyna á möguleika þess að gegna þessum tveimur hlutverkum samhliða. Það fyrirkomulag þykir mér nú vera fullreynt og hef því komist að fyrrgreindri niðurstöðu, sem ég hef þegar kynnt stjórn bandalagsins. Staðan innan BHM er góð. Stjórnin er komin langt á veg með framfylgd starfsáætlunar ársins. Innviðir bandalagsins hafa eflst til muna á undanförnum árum, verkefnum fjölgað og grundvöllur starfsins okkar breikkað. Ég lít sátt yfir farinn veg, stolt og þakklát fyrir það sem við höfum áorkað. Samstaðan innan okkar raða er mér þar efst í huga, enda höfum við séð það skýrt á síðustu misserum hvers konar samlegðaráhrifum er hægt að ná með öflugu samstarfi. Ég hvet ykkur til að halda áfram að rækta þann styrk, af alúð og einbeittum hug, og missa ekki sjónar á sameiginlegu takmarki heildarinnar. Sú reynsla sem ég hef öðlast í starfi mínu sem formaður BHM er ómetanleg. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa djúpstæða trú á því erindi sem bandalagið hefur fram að færa, jafnt í samfélagsumræðu og sem aðili á íslenskum vinnumarkaði. Ég er sannfærð um að öflug uppbygging og nýting þekkingar er forsenda framfara á öllum sviðum samfélagsins og mun áfram beita mér fyrir eflingu menntunar og fagmennsku, þótt á öðrum vettvangi verði.“ Guðlaug þakkar í bréfinu félagsmönnum, forystu- og samstarfsfólki jafnt innan sem utan BHM samfylgdina af heilum hug og óskar Bandalagi háskólamanna áframhaldandi velgengni, styrks og uppbyggingar á komandi árum. Tengdar fréttir Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu Flutningur tuga starfa frá Fiskistofu í Hafnarfirði til Akureyrar gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Formaður BHM segir starfsfólkið þurfa góðan tíma til að fara yfir sín mál en mörgum spurningum sé enn ósvarað. 28. júní 2014 19:35 Leitað verður eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. 11. júní 2014 09:02 Samstarfssáttmáli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagður fram í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir kosin forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir kosin formaður bæjarráðs. 18. júní 2014 16:32 Nýr meirihluti í Hafnarfirði kynntur á þriðjudag Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartar framtíðar verður kynntur á þriðjudag. Nýr bæjarstjóri verður faglega ráðinn og nú þegar sýna margir starfinu áhuga. 8. júní 2014 21:18 Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda nýjan meirihluta í Hafnafirði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa náð samkomulagi um meirihlutamyndun og verkaskiptingu í nýrri bæjarstjórn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. 7. júní 2014 11:05 Gagnrýnir bréf formanns BHM Guðmundur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir sérstakt að forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Bandalags háskólamanna hafi sent frá sér bréf vegna Fiskistofu. 15. nóvember 2014 19:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður Bandalags háskólamanna eftir rúmlega sex ára starf. Í bréfi til starfsmanna segir hún nú tímabært að stíga til hliðar og hleypa nýjum að. „Í vor sem leið var ég endurkjörin sem formaður BHM og var þar um að ræða síðustu tvö árin af átta í samræmi við lög bandalagsins. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum leiddi ég lista nýs framboðs í heimabæ mínum, Hafnarfirði. Niðurstöður kosninganna urðu með þeim hætti að í dag er ég forseti bæjarstjórnar og annar af oddvitum nýs meirihluta. Í samráði við stjórn BHM var í kjölfarið ákveðið að láta reyna á möguleika þess að gegna þessum tveimur hlutverkum samhliða. Það fyrirkomulag þykir mér nú vera fullreynt og hef því komist að fyrrgreindri niðurstöðu, sem ég hef þegar kynnt stjórn bandalagsins. Staðan innan BHM er góð. Stjórnin er komin langt á veg með framfylgd starfsáætlunar ársins. Innviðir bandalagsins hafa eflst til muna á undanförnum árum, verkefnum fjölgað og grundvöllur starfsins okkar breikkað. Ég lít sátt yfir farinn veg, stolt og þakklát fyrir það sem við höfum áorkað. Samstaðan innan okkar raða er mér þar efst í huga, enda höfum við séð það skýrt á síðustu misserum hvers konar samlegðaráhrifum er hægt að ná með öflugu samstarfi. Ég hvet ykkur til að halda áfram að rækta þann styrk, af alúð og einbeittum hug, og missa ekki sjónar á sameiginlegu takmarki heildarinnar. Sú reynsla sem ég hef öðlast í starfi mínu sem formaður BHM er ómetanleg. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa djúpstæða trú á því erindi sem bandalagið hefur fram að færa, jafnt í samfélagsumræðu og sem aðili á íslenskum vinnumarkaði. Ég er sannfærð um að öflug uppbygging og nýting þekkingar er forsenda framfara á öllum sviðum samfélagsins og mun áfram beita mér fyrir eflingu menntunar og fagmennsku, þótt á öðrum vettvangi verði.“ Guðlaug þakkar í bréfinu félagsmönnum, forystu- og samstarfsfólki jafnt innan sem utan BHM samfylgdina af heilum hug og óskar Bandalagi háskólamanna áframhaldandi velgengni, styrks og uppbyggingar á komandi árum.
Tengdar fréttir Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu Flutningur tuga starfa frá Fiskistofu í Hafnarfirði til Akureyrar gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Formaður BHM segir starfsfólkið þurfa góðan tíma til að fara yfir sín mál en mörgum spurningum sé enn ósvarað. 28. júní 2014 19:35 Leitað verður eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. 11. júní 2014 09:02 Samstarfssáttmáli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagður fram í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir kosin forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir kosin formaður bæjarráðs. 18. júní 2014 16:32 Nýr meirihluti í Hafnarfirði kynntur á þriðjudag Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartar framtíðar verður kynntur á þriðjudag. Nýr bæjarstjóri verður faglega ráðinn og nú þegar sýna margir starfinu áhuga. 8. júní 2014 21:18 Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda nýjan meirihluta í Hafnafirði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa náð samkomulagi um meirihlutamyndun og verkaskiptingu í nýrri bæjarstjórn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. 7. júní 2014 11:05 Gagnrýnir bréf formanns BHM Guðmundur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir sérstakt að forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Bandalags háskólamanna hafi sent frá sér bréf vegna Fiskistofu. 15. nóvember 2014 19:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu Flutningur tuga starfa frá Fiskistofu í Hafnarfirði til Akureyrar gæti kostað allt að 200 milljónir króna. Formaður BHM segir starfsfólkið þurfa góðan tíma til að fara yfir sín mál en mörgum spurningum sé enn ósvarað. 28. júní 2014 19:35
Leitað verður eftir frumkvæði og þátttöku bæjarbúa Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa gert með sér samkomulag um meirihlutamyndun í bæjarstjórn. 11. júní 2014 09:02
Samstarfssáttmáli Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagður fram í Hafnarfirði Guðlaug Kristjánsdóttir kosin forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir kosin formaður bæjarráðs. 18. júní 2014 16:32
Nýr meirihluti í Hafnarfirði kynntur á þriðjudag Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Bjartar framtíðar verður kynntur á þriðjudag. Nýr bæjarstjóri verður faglega ráðinn og nú þegar sýna margir starfinu áhuga. 8. júní 2014 21:18
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda nýjan meirihluta í Hafnafirði Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa náð samkomulagi um meirihlutamyndun og verkaskiptingu í nýrri bæjarstjórn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. 7. júní 2014 11:05
Gagnrýnir bréf formanns BHM Guðmundur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir sérstakt að forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Bandalags háskólamanna hafi sent frá sér bréf vegna Fiskistofu. 15. nóvember 2014 19:53