Eva breytti um lífsstíl: "Mér finnst ég loksins hafa einhvern tilgang“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 13:21 Eva er 32 kílóum léttari í dag. Eva Karen Axelsdóttir ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún eignaðist sitt fjórða barn í desember í fyrra. Síðan þá er hún búin að léttast um 32 kíló og hefur aldrei liðið betur. „Ég er orkumeiri en nokkru sinni fyrr og það má eiginlega segja að ég hafi náð að rækta sjálfa mig sem persónu betur, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Andlega líðanin hjá mér er bara allt önnur og ég er allt önnur manneskja í dag andlega. Ég er hamingjusamari, lífsgleðin er meiri og mér finnst ég loksins hafa einhvern tilgang og einhverja stefnu í lífinu,“ segir Eva en lífið eftir lífsstílsbreytinguna er ansi frábrugðið því lífi sem Eva lifði áður en hún tók sjálfa sig í gegn.Pirraðist á látunum í börnunum „Áður en ég breytti um lífsstíl vann ég tíu tíma vinnudaga þar sem ég hafði lítinn tíma til að setjast niður og borða. Ég borðaði á hlaupum þegar ég var orðin svo hungruð að mig verkjaði! Ég kom heim í lok dags, uppgefin á líkama og sál til eiginmanns og þriggja barna, lagðist í sófann og pirraðist á látunum í börnunum mínum, nennti ekki að elda mat þar sem ég var svo þreytt svo oftar en ekki enduðum við í heimsendingu frá einhverjum af skyndibitastöðum bæjarins, eða borðuðum snarl sem til var í skápunum þann daginn. Í dag vakna ég á undan vekjaraklukkunni, skipulegg daginn minn fyrirfram frá A til Ö, ég sinni vinnunni minni á þeim tímum sem henta mér, gef mér tíma í að borða á tveggja og hálfs tíma fresti, fer í ræktina, sinni heimili og börnum og elda hollan kvöldverð fyrir alla fjölskylduna. Í stað þess að hlamma mér í sófann á kvöldin þegar börnin sofna skelli ég upp yoga-dýnunni minni og geri nokkrar æfingar á stofugólfinu.“Svona lítur Eva út í dag.Vill hjálpa öðrumEn hverju vill hún þakka þennan góða árangur? „Mínum árangri vil ég þakka Herbalife og mjög hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, jákvæðu hugarfari, ákveðni og að sjálfsögðu öllu frábæra fólkinu í kringum mig sem hvetur mig til að gera mitt besta frá degi til dags,“ segir Eva og segir fólkið í kringum sig drífa sig áfram. „Það sem drífur mig áfram er fólkið í kringum mig, hvort sem það er fjölskylda, vinir, kunningjar eða bláókunnugt fólk á götunni. Mín markmið í lífinu eru að hjálpa öðrum að gera það sem ég er að gera, en það hefst alltaf á því að byrja á sjálfum sér. Ég vil meina að hamingjan sé smitandi og ef ég næ að smita svo mikið sem einn eða tvo af hamingju og jákvæðni í lífinu, drífa einhvern áfram í nýjan lífsstíl þá er mínu markmiði náð,“ segir Eva glöð í bragði.Takið eitt skref í einuEva æfir sex daga vikunnar og ætlar að ná sínum markmiðum. „Langtímamarkmiðin mín eru að komast í enn betra form og styrkja mig meira en ég hef gert. Ég er farin af stað með #mittbestaform2015 ásamt frábæru fólki með sömu markmið og mig langar ótrúlega mikið að hlaupa einhverja kílómetra á næsta ári, jafnvel skella mér í þríþraut.“ En hvernig verða jólin hjá Evu? „Jólin hjá mér verða æðisleg, ég ætla mér að vera samkvæm sjálfri mér og halda mig við minn lífsstíl, matseðillin verður sá sami og fyrri ár en ég hef trú á því að skammturinn á disknum verði töluvert minni, vatn í glasinu og konfektið af skornum skammti,“ segir Eva sem hefur þetta að segja við þá sem vilja breyta um lífsstíl: „Til ykkar sem eruð í þeirri stöðu sem ég var og eiga erfitt með að koma sér af stað þá hef ég þetta að segja: „If you can dream it, you can do it!“ Þetta hefst allt með því að taka ákvörðun, verið samkvæm sjálfum ykkur, setjið ykkur skrifleg markmið og segið öðrum frá ykkar markmiðum því það gerir þau raunverulegri. Takið eitt skref í einu og áður en þið vitið af eruð þið komin upp stigann sem þið hélduð að þið kæmust ekki upp!“ Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Heilsan og hundarnir Heilsuvísir Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
Eva Karen Axelsdóttir ákvað að breyta um lífsstíl eftir að hún eignaðist sitt fjórða barn í desember í fyrra. Síðan þá er hún búin að léttast um 32 kíló og hefur aldrei liðið betur. „Ég er orkumeiri en nokkru sinni fyrr og það má eiginlega segja að ég hafi náð að rækta sjálfa mig sem persónu betur, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega. Andlega líðanin hjá mér er bara allt önnur og ég er allt önnur manneskja í dag andlega. Ég er hamingjusamari, lífsgleðin er meiri og mér finnst ég loksins hafa einhvern tilgang og einhverja stefnu í lífinu,“ segir Eva en lífið eftir lífsstílsbreytinguna er ansi frábrugðið því lífi sem Eva lifði áður en hún tók sjálfa sig í gegn.Pirraðist á látunum í börnunum „Áður en ég breytti um lífsstíl vann ég tíu tíma vinnudaga þar sem ég hafði lítinn tíma til að setjast niður og borða. Ég borðaði á hlaupum þegar ég var orðin svo hungruð að mig verkjaði! Ég kom heim í lok dags, uppgefin á líkama og sál til eiginmanns og þriggja barna, lagðist í sófann og pirraðist á látunum í börnunum mínum, nennti ekki að elda mat þar sem ég var svo þreytt svo oftar en ekki enduðum við í heimsendingu frá einhverjum af skyndibitastöðum bæjarins, eða borðuðum snarl sem til var í skápunum þann daginn. Í dag vakna ég á undan vekjaraklukkunni, skipulegg daginn minn fyrirfram frá A til Ö, ég sinni vinnunni minni á þeim tímum sem henta mér, gef mér tíma í að borða á tveggja og hálfs tíma fresti, fer í ræktina, sinni heimili og börnum og elda hollan kvöldverð fyrir alla fjölskylduna. Í stað þess að hlamma mér í sófann á kvöldin þegar börnin sofna skelli ég upp yoga-dýnunni minni og geri nokkrar æfingar á stofugólfinu.“Svona lítur Eva út í dag.Vill hjálpa öðrumEn hverju vill hún þakka þennan góða árangur? „Mínum árangri vil ég þakka Herbalife og mjög hollu mataræði, reglulegri hreyfingu, jákvæðu hugarfari, ákveðni og að sjálfsögðu öllu frábæra fólkinu í kringum mig sem hvetur mig til að gera mitt besta frá degi til dags,“ segir Eva og segir fólkið í kringum sig drífa sig áfram. „Það sem drífur mig áfram er fólkið í kringum mig, hvort sem það er fjölskylda, vinir, kunningjar eða bláókunnugt fólk á götunni. Mín markmið í lífinu eru að hjálpa öðrum að gera það sem ég er að gera, en það hefst alltaf á því að byrja á sjálfum sér. Ég vil meina að hamingjan sé smitandi og ef ég næ að smita svo mikið sem einn eða tvo af hamingju og jákvæðni í lífinu, drífa einhvern áfram í nýjan lífsstíl þá er mínu markmiði náð,“ segir Eva glöð í bragði.Takið eitt skref í einuEva æfir sex daga vikunnar og ætlar að ná sínum markmiðum. „Langtímamarkmiðin mín eru að komast í enn betra form og styrkja mig meira en ég hef gert. Ég er farin af stað með #mittbestaform2015 ásamt frábæru fólki með sömu markmið og mig langar ótrúlega mikið að hlaupa einhverja kílómetra á næsta ári, jafnvel skella mér í þríþraut.“ En hvernig verða jólin hjá Evu? „Jólin hjá mér verða æðisleg, ég ætla mér að vera samkvæm sjálfri mér og halda mig við minn lífsstíl, matseðillin verður sá sami og fyrri ár en ég hef trú á því að skammturinn á disknum verði töluvert minni, vatn í glasinu og konfektið af skornum skammti,“ segir Eva sem hefur þetta að segja við þá sem vilja breyta um lífsstíl: „Til ykkar sem eruð í þeirri stöðu sem ég var og eiga erfitt með að koma sér af stað þá hef ég þetta að segja: „If you can dream it, you can do it!“ Þetta hefst allt með því að taka ákvörðun, verið samkvæm sjálfum ykkur, setjið ykkur skrifleg markmið og segið öðrum frá ykkar markmiðum því það gerir þau raunverulegri. Takið eitt skref í einu og áður en þið vitið af eruð þið komin upp stigann sem þið hélduð að þið kæmust ekki upp!“
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Heilsan og hundarnir Heilsuvísir Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira