Sport

Thelma búin að setja 40 Íslandsmet á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thelma Björg Björnsdóttir.
Thelma Björg Björnsdóttir. Mynd/ifsport.is/Jón Björn
Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona úr ÍFR, bætti tveimur Íslandsmetum í safnið hjá sér þegar hún vann tvær greinar á fyrri keppnisdegi Íslandsmóts Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 25m laug. Þetta kemur fram á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra.

Íslandsmótið fer fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina og met Thelmu Bjargar voru tvö af fjórum Íslandsmetum dagsins.

Thelma Björg setti met sín í 400 metra skriðsundi og í 100 metra bringusundi og hefur hún þar með sett 40 Íslandsmet á árinu 2014. Hún er 18 ára gömul.

Hjörtur Már Ingvarsson úr Firði setti líka Íslandsmet sem og Aníta Ósk Hrafnsdóttir sem keppir fyrir Fjörður/Breiðablik. Hjörtur Már setti sitt með í 400 metra skriðsundi en Aníta Ósk í 100 metra flugsundi. Hjörtur Már er 19 ára en Aníta Ósk er tvítug.

Mótið heldur síðan áfram á morgun sunnudag en það er hægt að nálgast dagskrá á heimasíðu Íþróttasambands fatlaðra eða með því að smella hér.



Íslandsmet dagsins:

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - 400m skriðsund - 6:06.80 mín. (S6)

Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - 100m bringusund - 2:00.40 mín. (Sb5)

Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður - 400m skriðsund - 6:16.73 mín. (S6)

Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Fjörður/Breiðablik - 100m flugsund - 1:20,86 mín. (S14)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×