„Við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 16:00 LOTV. Hljómsveitin Lily of the Valley, eða LOTV, var að senda frá sér sína þriðju smáskífu, lagið Holy Water. LOTV gaf út sitt fyrsta lag í júní og hafa lögin I'll be waiting og Back hljómað mikið á öldum ljósvakans að undanförnu. „Holy Water er í raun endirinn á svona lagaþrennu sem við ákváðum að gera í sumar. Þetta er hugljúft og angurvært lag sem er kannski ágætt eftir hasarinn í síðasta lagi,“ segir Logi Marr, gítarleikari sveitarinnar. Aðspurður um myndbandið við lagið hefur Logi þetta að segja: „Þetta er ekki neinn söguþráður í raun og kannski ekki svona hefðbundið tónlistarmyndband. Þetta er kannski helst einhver óður til íslenskrar náttúru. Við nennum ekki söguþræði, við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt. Tinna er í raun alltaf á einhverju flakki svo þetta er kannski ágætlega lýsandi fyrir hana - stelur gítartöskunni minni og flýr af vettvangi,“ segir Logi en myndbandavinnslan var í höndum Harðar Ásbjarnarsonar. Lily of the Valley spilar á fjórum „off-venue“-tónleikum á Iceland Airwaves; á Hlemmur Square á fimmtudag, á Bar11 á föstudag, á Hressó á föstudag og á Loft Hostel á sunnudag. Airwaves Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Lily of the Valley, eða LOTV, var að senda frá sér sína þriðju smáskífu, lagið Holy Water. LOTV gaf út sitt fyrsta lag í júní og hafa lögin I'll be waiting og Back hljómað mikið á öldum ljósvakans að undanförnu. „Holy Water er í raun endirinn á svona lagaþrennu sem við ákváðum að gera í sumar. Þetta er hugljúft og angurvært lag sem er kannski ágætt eftir hasarinn í síðasta lagi,“ segir Logi Marr, gítarleikari sveitarinnar. Aðspurður um myndbandið við lagið hefur Logi þetta að segja: „Þetta er ekki neinn söguþráður í raun og kannski ekki svona hefðbundið tónlistarmyndband. Þetta er kannski helst einhver óður til íslenskrar náttúru. Við nennum ekki söguþræði, við erum að gera tónlist, ekki einhvern sketsaþátt. Tinna er í raun alltaf á einhverju flakki svo þetta er kannski ágætlega lýsandi fyrir hana - stelur gítartöskunni minni og flýr af vettvangi,“ segir Logi en myndbandavinnslan var í höndum Harðar Ásbjarnarsonar. Lily of the Valley spilar á fjórum „off-venue“-tónleikum á Iceland Airwaves; á Hlemmur Square á fimmtudag, á Bar11 á föstudag, á Hressó á föstudag og á Loft Hostel á sunnudag.
Airwaves Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira