Innlent

Hanna Birna um ályktun VG: "Mér finnst þetta ótrúlega ómaklegt“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
"Það er bara þeirra mál að nálgast þetta með þessum hætti,“ sagði Hanna Birna í þættinum Sprengisandi í dag.
"Það er bara þeirra mál að nálgast þetta með þessum hætti,“ sagði Hanna Birna í þættinum Sprengisandi í dag. Vísir / Daníel
„Viltu að ég hafi einhverja sérstaka skoðun á því?“ spurði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra aðspurð um ályktun flokksráðs Vinstri grænna frá í gær um að hún ætti að segja af sér. Þetta sagði hún í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni klukkan ellefu.

„Það er bara þeirra mál að nálgast þetta með þessum hætti,“ sagði hún og taldi sig ekki þurfa að hafa mörg orð um ályktunina. „Mér finnst þetta ótrúlega ómaklegt fyrir utan það sem fram kemur í ályktuninni er ekki satt. […] Ég get ekki verið að hafa frekari skoðun á því.“

Þegar hún var svo spurð hvort að hún sé nær því núna en áður að segja af sér vegna lekamálsins svaraði hún: „Ég hef fyrir löngu sagt það og það hefur ekki breyst að ég er mjög hugsi í mörgu í stjórnmálunum.“

Hanna Birna sagðist fara yfir málið þegar rykið væri sest. Hún ítrekaði að hún teldi málið í grunnin vera mjög ljótan pólitískan leik. „Sú skoðun hefur ekki breyst,“ sagði hún.

Flokksráðsfundur Vinstri grænna krafðist þess í ályktun að Hanna Birna segi af sér embætti, meðal annars fyrir að hafa sagt Alþingi ósatt og afskipti hennar af rannsókn lekamálsins.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum þar sem Hanna Birna er spurð út í ályktunina í spilaranum efst í fréttinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.