Story: Ég veit að Gunnar er frábær og á allt umtalið skilið Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 13:00 Gunnar Nelson er ósigraður í UFC. vísir/getty Gunnar Nelson berst í fimmta sinn í UFC á laugardagskvöldið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardagakvöldsins í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Story kom sjóðheitur inn í UFC fyrir fimm árum og vann sex bardaga í röð frá 2009-2011. Hann hefur síðan þá unnið fjóra bardaga og tapað fimm, en hann vann LeonardoMafra með hengingartaki í annarri lotu í síðasta bardaga sínum. „Nelson berst standandi í þessari furðulegu karatestöðu, en hann er góður að kýla og magnaður glímumaður,“ segir Story um Gunnar í viðtali við bandarísku íþróttavefsíðna Bleacher Report. „Gunnar er frekar ákveðinn, en ég er með þung högg og verð alltaf betri að slá. Hann mun reyna að taka mig niður og þá mun ég reyna að kýla hann úr varnarstöðu. Ég get líka tekið hann niður.“ „Bardaginn gæti orðið virkilega spennandi en líka rosalega leiðinlegur. Það er alveg möguleiki á því að hann taki mig niður og berji mig í gólfinu í heila lotu. Maður veit ekkert hvað mun gerast í þessum bardaga.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við.vísir/gettyÞað var ríkti mikil spenna innan UFC-heimsins þegar Gunnar skrifaði fyrst undir þriggja bardaga samning fyrir tveimur árum og hefur hann staðið undir öllu umtalinu. Gunnar er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í UFC og alla mjög sannfærandi. „Hvað varðar allt umtalið þá er ég ekkert að missa mig í því. Ég veit að Gunnar er frábær og það er ástæða fyrir öllu þessu umtali. Hann er að gera rétta hluti og fólk sér hversu magnaður hann er. Ég ætla ekki að taka neitt frá honum, en ég mun láta hann finna fyrir því hvernig er að berjast við bestu menn veltivigtarinnar,“ segir Story sem er þó ekki á meðal fimmtán efstu á styrkleikalistanum. „Gunnar hefur aldrei barist við mann eins og mig. Það geta komið upp stöður í bardaganum þar sem hann hefur yfirhöndina, en síðan getur bardaginn breyst í slagsmál. Þegar það gerist og þetta verður ljótara þá fer öll tækni út um gluggann. Ég get rotað menn og ég mun reyna að slá Gunnar eins fast og ég get ef þetta breytist í slagsmál,“ segir Rick Story.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér. MMA Tengdar fréttir Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00 Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Sjá meira
Gunnar Nelson berst í fimmta sinn í UFC á laugardagskvöldið þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardagakvöldsins í Globen-höllinni í Stokkhólmi. Story kom sjóðheitur inn í UFC fyrir fimm árum og vann sex bardaga í röð frá 2009-2011. Hann hefur síðan þá unnið fjóra bardaga og tapað fimm, en hann vann LeonardoMafra með hengingartaki í annarri lotu í síðasta bardaga sínum. „Nelson berst standandi í þessari furðulegu karatestöðu, en hann er góður að kýla og magnaður glímumaður,“ segir Story um Gunnar í viðtali við bandarísku íþróttavefsíðna Bleacher Report. „Gunnar er frekar ákveðinn, en ég er með þung högg og verð alltaf betri að slá. Hann mun reyna að taka mig niður og þá mun ég reyna að kýla hann úr varnarstöðu. Ég get líka tekið hann niður.“ „Bardaginn gæti orðið virkilega spennandi en líka rosalega leiðinlegur. Það er alveg möguleiki á því að hann taki mig niður og berji mig í gólfinu í heila lotu. Maður veit ekkert hvað mun gerast í þessum bardaga.“Rick Story er ekkert lamb að leika sér við.vísir/gettyÞað var ríkti mikil spenna innan UFC-heimsins þegar Gunnar skrifaði fyrst undir þriggja bardaga samning fyrir tveimur árum og hefur hann staðið undir öllu umtalinu. Gunnar er búinn að vinna fjóra bardaga í röð í UFC og alla mjög sannfærandi. „Hvað varðar allt umtalið þá er ég ekkert að missa mig í því. Ég veit að Gunnar er frábær og það er ástæða fyrir öllu þessu umtali. Hann er að gera rétta hluti og fólk sér hversu magnaður hann er. Ég ætla ekki að taka neitt frá honum, en ég mun láta hann finna fyrir því hvernig er að berjast við bestu menn veltivigtarinnar,“ segir Story sem er þó ekki á meðal fimmtán efstu á styrkleikalistanum. „Gunnar hefur aldrei barist við mann eins og mig. Það geta komið upp stöður í bardaganum þar sem hann hefur yfirhöndina, en síðan getur bardaginn breyst í slagsmál. Þegar það gerist og þetta verður ljótara þá fer öll tækni út um gluggann. Ég get rotað menn og ég mun reyna að slá Gunnar eins fast og ég get ef þetta breytist í slagsmál,“ segir Rick Story.Bardagi Gunnars Nelson verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardagskvöldið. Fáðu þér áskrift í síma 512-5100 eða smelltu hér.
MMA Tengdar fréttir Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00 Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00 Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15 Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30 Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Ljónin átu Kúrekana „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íhugar ekki að sniðganga ÓL þótt að Rússum hafi verið hleypt inn Sjá meira
Dreymir ekki um Vegas Gunnar Nelson segir að það séu að verða valdaskipti í UFC-heiminum. Ný kynslóð bardagakappa, betri en þeir sem fyrir eru, séu að taka yfir íþróttina. 25. september 2014 07:00
Miðum á bardaga Gunnars fjölgað vegna mikils áhuga Eftirsókn eftir miðum aldrei jafn mikil á UFC-bardagakvöld. 26. september 2014 21:00
Hitað upp fyrir bardaga Gunnars | Myndband Inside the Octagon fjallar um Gunnar Nelson og Rick Story. 30. september 2014 23:15
Gunnar Nelson hélt til Stokkhólms í morgun Berst við Bandaríkjamanninn Rick Story í Globen-höllinni á laugardagskvöldið. 30. september 2014 09:00
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson vs. Rick Story Aðeins fimm dagar eru í UFC bardaga Gunnars Nelson í Stokkhólmi. Gunnar mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 29. september 2014 19:30