Lífið

Stjörnum prýdd jarðarför Joan Rivers

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sarah Jessica Parker.
Sarah Jessica Parker. vísir/getty
Gríndrottningin Joan Rivers var lögð til hinstu hvílu í Emanu-El, bænastað Gyðinga, á Manhattan í New York í gær. Joan lést fimmtudaginn 4. september en lík hennar var brennt á laugardag.

Í endurminningum sínum, I Hate Everyone...Starting With Me, sem komu út árið 2012, skrifaði Joan að hún vildi að jarðarför sín minnti á stórviðburð með rauðum dregli og öllu tilheyrandi. Hennar hinsta ósk var uppfyllt í gær.

Fjöldinn allur af stjörnum mætti til að kveðja spéfuglinn, þar á meðal Kelly Osbourne, Rosie O'Donnell, Sarah Jessica Parker, Whoopi Goldberg, Donald Trump, Carolina Herrera, Michael Kors og Barbara Walters.

Flestir gestanna mættu um klukkan ellefu í gærmorgun en athöfnin sjálf hófst klukkan 12.15. Sekkjapípuleikarar spiluðu lagasyrpu fyrir gesti er þeir stigu út úr bænastaðnum, þar á meðal lagið New York, New York sem Frank Sinatra gerði frægt.


Tengdar fréttir

Seinni eiginmaðurinn tók sitt eigið líf

Spéfuglinn Joan Rivers lést á fimmtudagskvöldið, 81 árs að aldri. Joan var umdeild, hispurslaus, hreinskilin og sagði ávallt nákvæmlega það sem hún var að hugsa en einkalíf hennar var enginn dans á rósum.

Joan Rivers látin

Grínistinn hætti að anda miðri hálsskurðaðgerð í síðustu viku og hafði legið þungt haldin undanfarna daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×