Sport

Bridge og skák fá aukin framlög en aðrar íþróttir standa í stað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skákmennirnir Helgi Áss Grétarsson (Framari) og Stefán Kristjánsson (KR-ingur).
Skákmennirnir Helgi Áss Grétarsson (Framari) og Stefán Kristjánsson (KR-ingur). Vísir/GVA
Gert er ráð fyrir að útgjöld til íþróttamála haldist óbreytt á árinu 2015 frá síðasta ári að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 1,1 milljón króna. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands fá áfram 198,7 milljónir króna og Afrekssjóður ÍSÍ fær 70 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2015 sem lagt var fram í dag. Einu hreyfingarnar sem fá aukin fjárstyrk eru Skáksamband Íslands og Bridgesamband Íslands.

Til stendur að fella niður tímabundna fjárveitingu upp á fimm milljónir króna frá í fyrra sem skiptust á Íþróttasamband fatlaðra (2 milljónir kr.) og Skáksamband Íslands (3 milljónir kr.).

Lagt er til að Skáksamband Íslands fái 3 milljónir aukalega til sérstakra fræðsluverkefna við skákkennslu í grunnskólum. Þá stendur til að veita Bridgesambandi Íslands 2 milljónir króna til að fjármagna þátttöku í Evrópumóti í Króatíu og þátttöku unglinga- og kvennaliða í Evrópumótum.

Þá hækka greiðslur í Launasjóð stórmeistara úr 20 í 20,8 milljónir króna á milli ára. Framlag til Skákskóla Íslands hækkar úr 7,9 milljónum í 8,3 milljónir króna á milli ára.

Hér að neðan má sjá framlög til íþróttamála á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×