Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-0 | FH á toppinn á ný Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 20. ágúst 2014 12:00 Sindri Snær Magnússon og Hólmar Örn Rúnarsson eigast við í Kaplakrika í kvöld. Vísir/andri marinó FH er aftur komið í efsta sæti Pepsí deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. Leikurinn var aldrei rismikill. FH var mun betri aðilinn án þess þó að leika eins vel og liðið getur best. Liðið þurfti hreinlega ekki að setja í þriðja gír. Keflvíkingar virkuðu á köflum þreyttir eftir tapið í bikarúrslitum um helgina og gerðu sig oft seka um klaufaleg mistök. Sérstaklega voru dýr þau fáu skyndiupphlaup sem liðið átti möguleika á í leiknum þegar auðveldar sendingar rötuðu frekar útaf en á samherja. Þrátt fyrir mikla yfirburði FH og slaka frammistöðu Keflavíkur gerðist ekki margt í leiknum. FH komst yfir snemma leiks þegar Magnús Þórir Matthíasson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið net og fékk FH ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir yfirburðina. Keflavík var aldrei líklegt til að skora en átti þó eitt skot í stöngina þegar hálftími var eftir úr þröngu færi og FH lét ekki segja sér það tvisvar að Keflavík væri bara einu færi frá því að stela stigi og gerði út um leikinn með fallegu marki Steven Lennon tveimur mínútum síðar. Ákaflega sanngjarn og verðskuldaður sigur FH staðreynd og liðið komið á topp Pepsí deildarinnar á nýjan leik með betri markamun en Stjarnan. Keflavík féll niður í 7. sætið með tapinu og er liðið nú komið í bullandi fallbaráttu, aðeins þremur stigum frá fallsæti.vísir/andri marinóHeimir: Reynslunni ríkar frá fyrri leiknum „Það er aldrei létt að spila á móti Keflavík. Þeir eru með gott lið en við vorum reynslunni ríkari frá því í fyrri leiknum,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Keflavík. „Keflavík byrjar alltaf leikina sína vel og ná oft að skora snemma. Það gerðist í fyrri leiknum en við byrjuðum leikinn vel og náðum að skora snemma og vorum með yfirhöndina lengstum. „Keflavík er með frábærlega útfærðar skyndisóknir og við náðum að loka á það í leiknum öfugt við í fyrri leiknum þar sem við lentum í vandræðum. „Við unnum fyrir þessu. Við lögðum okkur fram og spiluðum á köflum góðan fótbolta og sköpuðum góð færi og nýttum vængina vel. Við vorum öflugir í kvöld,“ sagði Heimir sem er ekki farinn að láta sig dreyma um úrslitaleik við Stjörnuna í Kaplakrika í byrjun október. „Við einbeitum okkur að einum leik í einu. Stjarnan er búin að spila frábærlega í sumar og þeir vinna alla sína leiki. Ef við ætlum að hanga í þeim þá þurfum við að vera vel samstilltir í leikjunum sem eru eftir. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta,“ sagði Heimir.vísir/andri marinóKristján: Horfum bara í efri hlutann „Við spiluðum frekar illa. Við gerðum ansi margar vitleysur. Bæði ótrúlegar ákvarðanatökur og margar slakar sendingar. Þetta var mjög dapurt hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. „Það er erfitt að finna eina skýringu núna en við vorum auðvitað að spila á móti mjög góðu liði. Bikarúrslitin hafa einhver áhrif en það er orka í okkur. Við vorum að hlaupa og við vorum ekkert að leggjast til baka eða neitt slíkt. Við þrýstum á þá. Það vantaði eitthvað upp á einbeitinguna og að framkvæma. Tækniatriðin voru slök en orkan var til staðar. „Við vildum þrýsta á þá og koma í veg fyrir að þeir myndu ná takt í sinn leik og halda áfram að vera með hröðu sóknirnar okkar en það gekk afskaplega illa upp. Sérstaklega vegna þess að sendingarnar okkar rötuðu ekki á samherja og þegar við áttum færi á að sækja þá vorum við allt of mikið í að rekja boltann til baka. „Þeir leikmenn sem hafa getu til að rekja boltann og sækja á markið gerðu það ekki. Við vorum að taka tæknilega rangar ákvarðanir. Við vorum aldrei með tök á boltanum,“ sagði Kristján sem horfir bara upp á við og vildi ekki nefna að Keflavík væri komið í bullandi fallbaráttu. „Deildin er jöfn fyrir utan ofurliðin þrjú. Nú er hvert einasta mark dýrmætt, það er ekki bara hvert einasta stig. „Mér sýnist að hver einasti leikur sem eftir er vera mikilvægur. Það er hægt að dragast niður í neðri hlutann en það er líka möguleiki að vera áfram í efri hlutanum og við horfum bara þangað,“ sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
FH er aftur komið í efsta sæti Pepsí deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. Leikurinn var aldrei rismikill. FH var mun betri aðilinn án þess þó að leika eins vel og liðið getur best. Liðið þurfti hreinlega ekki að setja í þriðja gír. Keflvíkingar virkuðu á köflum þreyttir eftir tapið í bikarúrslitum um helgina og gerðu sig oft seka um klaufaleg mistök. Sérstaklega voru dýr þau fáu skyndiupphlaup sem liðið átti möguleika á í leiknum þegar auðveldar sendingar rötuðu frekar útaf en á samherja. Þrátt fyrir mikla yfirburði FH og slaka frammistöðu Keflavíkur gerðist ekki margt í leiknum. FH komst yfir snemma leiks þegar Magnús Þórir Matthíasson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið net og fékk FH ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir yfirburðina. Keflavík var aldrei líklegt til að skora en átti þó eitt skot í stöngina þegar hálftími var eftir úr þröngu færi og FH lét ekki segja sér það tvisvar að Keflavík væri bara einu færi frá því að stela stigi og gerði út um leikinn með fallegu marki Steven Lennon tveimur mínútum síðar. Ákaflega sanngjarn og verðskuldaður sigur FH staðreynd og liðið komið á topp Pepsí deildarinnar á nýjan leik með betri markamun en Stjarnan. Keflavík féll niður í 7. sætið með tapinu og er liðið nú komið í bullandi fallbaráttu, aðeins þremur stigum frá fallsæti.vísir/andri marinóHeimir: Reynslunni ríkar frá fyrri leiknum „Það er aldrei létt að spila á móti Keflavík. Þeir eru með gott lið en við vorum reynslunni ríkari frá því í fyrri leiknum,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Keflavík. „Keflavík byrjar alltaf leikina sína vel og ná oft að skora snemma. Það gerðist í fyrri leiknum en við byrjuðum leikinn vel og náðum að skora snemma og vorum með yfirhöndina lengstum. „Keflavík er með frábærlega útfærðar skyndisóknir og við náðum að loka á það í leiknum öfugt við í fyrri leiknum þar sem við lentum í vandræðum. „Við unnum fyrir þessu. Við lögðum okkur fram og spiluðum á köflum góðan fótbolta og sköpuðum góð færi og nýttum vængina vel. Við vorum öflugir í kvöld,“ sagði Heimir sem er ekki farinn að láta sig dreyma um úrslitaleik við Stjörnuna í Kaplakrika í byrjun október. „Við einbeitum okkur að einum leik í einu. Stjarnan er búin að spila frábærlega í sumar og þeir vinna alla sína leiki. Ef við ætlum að hanga í þeim þá þurfum við að vera vel samstilltir í leikjunum sem eru eftir. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta,“ sagði Heimir.vísir/andri marinóKristján: Horfum bara í efri hlutann „Við spiluðum frekar illa. Við gerðum ansi margar vitleysur. Bæði ótrúlegar ákvarðanatökur og margar slakar sendingar. Þetta var mjög dapurt hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. „Það er erfitt að finna eina skýringu núna en við vorum auðvitað að spila á móti mjög góðu liði. Bikarúrslitin hafa einhver áhrif en það er orka í okkur. Við vorum að hlaupa og við vorum ekkert að leggjast til baka eða neitt slíkt. Við þrýstum á þá. Það vantaði eitthvað upp á einbeitinguna og að framkvæma. Tækniatriðin voru slök en orkan var til staðar. „Við vildum þrýsta á þá og koma í veg fyrir að þeir myndu ná takt í sinn leik og halda áfram að vera með hröðu sóknirnar okkar en það gekk afskaplega illa upp. Sérstaklega vegna þess að sendingarnar okkar rötuðu ekki á samherja og þegar við áttum færi á að sækja þá vorum við allt of mikið í að rekja boltann til baka. „Þeir leikmenn sem hafa getu til að rekja boltann og sækja á markið gerðu það ekki. Við vorum að taka tæknilega rangar ákvarðanir. Við vorum aldrei með tök á boltanum,“ sagði Kristján sem horfir bara upp á við og vildi ekki nefna að Keflavík væri komið í bullandi fallbaráttu. „Deildin er jöfn fyrir utan ofurliðin þrjú. Nú er hvert einasta mark dýrmætt, það er ekki bara hvert einasta stig. „Mér sýnist að hver einasti leikur sem eftir er vera mikilvægur. Það er hægt að dragast niður í neðri hlutann en það er líka möguleiki að vera áfram í efri hlutanum og við horfum bara þangað,“ sagði Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira