Bæjarstjórinn í Kópavogi: „Auðvitað tók ég eftir þessu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 15:19 Justin Timberlake og Ármann Kr. Ólafsson. Vísir/Andri Marinó „Auðvitað tók ég eftir þessu. Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi.Líkt og Vísir greindi frá í dag vakti töluverða athygli gesta á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í gær að bandaríski söngvarinn minntist ítrekað á Reykjavík og Ísland. Hins vegar var aldrei minnst á Kópavog. „Auðvitað vill maður sem bæjarstjóri að íslenskir tónleikagestir séu minntir á að þeir séu í Kópavogi,“ segir Ármann léttur. Hann skilji hins vegar vel að Justin Timberlake upplifi sig í Reykjavík þótt tónleikarnir hafi farið fram í Kópavogi. „Þetta er fín markaðssetning á Íslandi og húsinu,“ segir Ármann sem er stoltur hvernig til tókst við tónleikana. Til að mynda tók aðeins stundarfjórðung að tæma Kórinn að tónleikunum loknum.Justin Timberlake í Kórnum í gær.Vísir/Andri Marinó„Það var allt svo fagmannlegt,“ segir bæjarstjórinn. Hann hafi notið þess að fylgjast með stemningunni hjá tónleikagestum. „Það voru allir staðráðnir í að njóta augnabliksins og það var líka greinilegt að Justin Timberlake vildi líka fá mikið út úr þessu.“ Ármann reiknar með því að í kjölfar tónleikanna verði kaflaskil í tónleikahaldi á Íslandi. „Ég á von á því að fleira tónlistarfólk á hátindi ferilsins sæki Ísland heim. Ekki bara listamenn sem eru að hefja eða ljúka ferli sínum.“ Ármann var að sjálfsögðu á meðal tónleikagesta ásamt fjölskyldu sinni. Hann var nýkominn utan af landi en náði á tónleikana í tæka tíð. Gestir höfðu verið hvattir til að notast við almenningssamgöngur ellegar hjóla eða ganga á tónleikana. En hvernig fór sjálfur bæjarstjórinn á tónleikana?Unnið var hörðum höndum að frágangi í Kórnum í dag.Vísir/Andri Marinó„Það vill þannig til að ég bý ekki langt frá Kórnum. Ég fékk far með kunningja mínum upp eftir og gekk svo heim,“ segir Ármann. Hann hafi aldrei séð fleiri á göngustígunum í Kópavogi og þar hafi eflaust skipt máli hve veður var gott. Ármann viðurkennir að hann sé ekki harðasti aðdáandi Timberlake. Hann sé hins vegar týpan sem hlusti á hans vinsælustu lög. „Ég þekkti ekkert öll lögin,“ segir Ármann sem dáist að söngvaranum hæfileikaríka. „Þessi strákur hefur vakið athygli mína fyrir svo margt. Þessi lög sem ég hef svo hlustað á eru alveg frábær.“ Ármann segist upplifa mjög sterkt hjá Justin Timberlake hversu mikil skírskotun sé til Michael Jackson. „Þetta er algjör snillingur. Það er greinilegt.“ Tengdar fréttir Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Auðvitað tók ég eftir þessu. Ég var alltaf að spá í hversu mikið ég ætti að svekkja mig á þessu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hlæjandi í samtali við Vísi.Líkt og Vísir greindi frá í dag vakti töluverða athygli gesta á tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í gær að bandaríski söngvarinn minntist ítrekað á Reykjavík og Ísland. Hins vegar var aldrei minnst á Kópavog. „Auðvitað vill maður sem bæjarstjóri að íslenskir tónleikagestir séu minntir á að þeir séu í Kópavogi,“ segir Ármann léttur. Hann skilji hins vegar vel að Justin Timberlake upplifi sig í Reykjavík þótt tónleikarnir hafi farið fram í Kópavogi. „Þetta er fín markaðssetning á Íslandi og húsinu,“ segir Ármann sem er stoltur hvernig til tókst við tónleikana. Til að mynda tók aðeins stundarfjórðung að tæma Kórinn að tónleikunum loknum.Justin Timberlake í Kórnum í gær.Vísir/Andri Marinó„Það var allt svo fagmannlegt,“ segir bæjarstjórinn. Hann hafi notið þess að fylgjast með stemningunni hjá tónleikagestum. „Það voru allir staðráðnir í að njóta augnabliksins og það var líka greinilegt að Justin Timberlake vildi líka fá mikið út úr þessu.“ Ármann reiknar með því að í kjölfar tónleikanna verði kaflaskil í tónleikahaldi á Íslandi. „Ég á von á því að fleira tónlistarfólk á hátindi ferilsins sæki Ísland heim. Ekki bara listamenn sem eru að hefja eða ljúka ferli sínum.“ Ármann var að sjálfsögðu á meðal tónleikagesta ásamt fjölskyldu sinni. Hann var nýkominn utan af landi en náði á tónleikana í tæka tíð. Gestir höfðu verið hvattir til að notast við almenningssamgöngur ellegar hjóla eða ganga á tónleikana. En hvernig fór sjálfur bæjarstjórinn á tónleikana?Unnið var hörðum höndum að frágangi í Kórnum í dag.Vísir/Andri Marinó„Það vill þannig til að ég bý ekki langt frá Kórnum. Ég fékk far með kunningja mínum upp eftir og gekk svo heim,“ segir Ármann. Hann hafi aldrei séð fleiri á göngustígunum í Kópavogi og þar hafi eflaust skipt máli hve veður var gott. Ármann viðurkennir að hann sé ekki harðasti aðdáandi Timberlake. Hann sé hins vegar týpan sem hlusti á hans vinsælustu lög. „Ég þekkti ekkert öll lögin,“ segir Ármann sem dáist að söngvaranum hæfileikaríka. „Þessi strákur hefur vakið athygli mína fyrir svo margt. Þessi lög sem ég hef svo hlustað á eru alveg frábær.“ Ármann segist upplifa mjög sterkt hjá Justin Timberlake hversu mikil skírskotun sé til Michael Jackson. „Þetta er algjör snillingur. Það er greinilegt.“
Tengdar fréttir Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32 Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17 Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05 Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42 Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Justin ekki meðvitaður um tilvist Kópavogs Varla hefur farið framhjá nokkrum að Justin Timberlake hélt tónleika á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þeir voru þó ekki í Reykjavík eins og bandaríski hjartaknúsarinn tönnlaðist á þær 100 mínútur sem hann tryllti lýðinn. 25. ágúst 2014 11:32
Hægt að horfa aftur á tónleikana í dag Tónleikar Justin Timberlake í Kórnum verða á vefsíðu Yahoo fram að kvöldi. 25. ágúst 2014 09:17
Kórinn tæmdist á korteri Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. 25. ágúst 2014 14:05
Bill Gates og JT í Kórnum eins og Reagan og Gorbachov í Höfða Almenn ánægja virðist hafa verið hjá tónleikagestum sem hlýddu á Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld. 25. ágúst 2014 00:42
Justin Timberlake algjörlega heillaður af íslenskum áhorfendum Samkvæmt heimildum Vísis sagði söngvarinn við samstarfsfólk sitt að íslenskir áhorfendur væru einhverjir þeir bestu sem hann hefur séð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var rífandi stemning á tónleikum gærkvöldsins. 25. ágúst 2014 10:13