Ágúst: Örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvelli skrifar 25. ágúst 2014 20:57 Ágúst Gylfason. Vísir/Daníel Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík yfir á 3. mínútu, en Þórir Guðjónsson jafnaði á þeirri 19. og þar við sat. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík yfir á 3. mínútu, en Þórir Guðjónsson jafnaði á þeirri 19. og þar við sat. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47