Lífið

Robin Williams var með Parkinsons

Robin Williams lést á sunnudaginn síðastliðinn.
Robin Williams lést á sunnudaginn síðastliðinn. VÍSIR/AFP
Bandaríski leikarinn Robin Williams sem fyrirfór sér fyrr í vikunni var með Parkinsons-sjúkdóminn á frumstigi. Þessu greindi Susan Schneider, ekkja Williams, frá í dag.

Schneider sagði jafnframt að Williams hafi verið alsgáður þegar hann fyrirfór sér en hann hafi þjáðst af þunglyndi og kvíða um langa hríð.

Schneider bætti við að hún vonaði að sviplegt fráfall Williams yrði til þess að aðrir leituðu sér þeirrar hjálpar sem þeir þyrftu á að halda


Tengdar fréttir

Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams

Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul.

Leikarinn sem fór úr fókus

Fjölmargir minntust í dag fjölbreytts leikferils leikarans Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær, 63 ára að aldri.

Tónlistarmenn syrgja Williams

Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum.

Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg

Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×