Lífið

Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Stúlkurnar eru á sama reki og hafa báðar upplifað það að missa föður sinn þrátt fyrir ungan aldur.
Stúlkurnar eru á sama reki og hafa báðar upplifað það að missa föður sinn þrátt fyrir ungan aldur. Mynd/usaweekly.com
Francis Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain heitins, ætlar að vera til staðar fyrir Zeldu Williams, einu dóttur Robins Williams en hann tók sitt eigið líf á sunnudagskvöld. Þetta tísti hún í gær og vill greinilega styðja við bakið á vinkonu sinni. „@zeldawilliams Þú hefur svo ótrúlega fallega sál. Mér þykir svo vænt um þig, en þú vissir það nú þegar. Hvar og hvenær sem er, ef þú þarfnast mín þá verð ég til staðar,“ tísti dóttir rokkarans og Courtney Love.

Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul.

Tíst dóttur Cobain kemur í kjölfar hjartnæmra skilaboða frá Zeldu á Twitter þar sem hún minnist föður síns: „Ég elska þig. Ég sakna þín. Ég skal reyna að halda áfram að bera höfuðið hátt. Z.“ Í sama tísti lét hún fylgja fallega tilvitnun í Litla Prinsinn sem lauslega má þýða á eftirfarandi hátt: „Þú – þú munt einn eiga stjörnurnar eins og enginn annar. Í einni af stjörnunum mun ég búa. Í einni af stjörnunum mun ég hlæja. Og þá verður það sem allar stjörnurnar hlæi, þegar þú horfir á næturhimininn. Þú, aðeins þú, munt eiga stjörnur sem geta hlegið.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×