Lífið

Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg

Randver Kári Randversson skrifar
Robin Williams lést í gær, 63 ára.
Robin Williams lést í gær, 63 ára. Vísir/AP
Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg. Williams sást síðast á lífi á sunnudagskvöld, en fannst svo látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma í gær.

Frá því er greint á vef BBC að aðstoðarmaður leikarans hafi komið að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar staðfesti þetta. Þá kemur einnig fram að Susan Schneider, eiginkona Williams, hafi verið með honum á heimili þeirra um sunnudagskvöldið en hún hafi yfirgefið íbúðina um hálf ellefu leytið morguninn eftir og talið að Robin Williams væri sofandi í öðru herbergi.

Robin Williams þjáðist af alvarlegu þunglyndi, auk þess sem hafði átt við áfengis- og vímuefnavanda að stríða.


Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.

Tónlistarmenn syrgja Williams

Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×