Páll Viðar: Allt liðið og þjálfararnir bera ábyrgð á þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 18. ágúst 2014 21:32 Páll Viðar Gíslason horfði upp á sína menn tapa fjórða leiknum í röð. vísir/pjetur „Mikið væri gott að geta einhvern tíman farið í viðtal eftir sigurleik. Mörkin í fyrri hálfleik voru í þeim dúr að við eigum skilið að vera á botninum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs, eftir tapið gegn Fylki í Lautinni í kvöld. Hann virkaði vonlítill þrátt fyrir að vera ekki búinn að kasta inn handklæðinu. „Við fengum lífsmark og menn virtust taka við sér og náðu sem betur fer að laga stöðuna fyrir hálfleik. Það var smá von um að við gætum gert eitthvað í seinni hálfleik en svo sjáum við þessi mörk sem koma og gera út af við okkur. „Við reynum að klára þetta mót með höfuðið uppi og á meðan það er möguleiki samkvæmt tölfræðinni þá höldum við áfram en það verður niðurstaðan að það dugir ekki þá bítum við í það súra epli og reynum að rísa upp aftur. „Það gefur augað leið að þegar þú færð á þig svona mörk þá fer flest allt úrskeiðis. Það sem lagt er upp með fer út um gluggann eftir 20 mínútur. Þetta var hvorki betri eða verri frammistaða í mörgum þessum leikjum sem við höfum sótt í Reykjavík. Við höfum gert okkur þetta svo erfitt fyrir með því að þurfa að þrífa upp eftir okkur. Það er þannig að þeir sem eru neðstir í töflunni í dag eru á réttum stað miðað við frammistöðuna í leikjunum. „Það er oftast þannig að einstaklingsmistök skapa mörk. Ég tek ekkert af Fylkisliðinu sem spilaði fínan bolta en við gerðum þeim ekki erfitt fyrir að koma þessum mörkum inn. Það er okkar saga að fá á sig mark yfir markmanninn frá miðju. Týpískt. „Það er allt liðið og þjálfararnir sem bera ábyrgð á þessu. Ef ég reikna rétt er tölfræðilegur möguleiki ef við vinnum alla leiki sem eftir eru en þá þurfum við heldur betur að stíga upp á tærnar. Við töpuðum klárlega fyrir betra liði í kvöld. Ég hefði viljað að þeir hefðu þurft að hafa meira fyrir þessum mörkum,“ sagði Páll Viðar sem segir það ekki nýtt að það sé heitt undir honum. „Sætið er búið að vera heitt síðan ég fór í það held ég. Það er bara eðlilegt. Ég get alveg lofað því að ég gefst ekki upp. Ef ég fell með liðið ber ég ábyrgð á því og við reynum svo að rísa upp aftur Þórsararnir hvort sem ég verð þjálfari eða ekki. Þannig er staðan og við reynum að klára þetta mót með sæmd.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. 18. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
„Mikið væri gott að geta einhvern tíman farið í viðtal eftir sigurleik. Mörkin í fyrri hálfleik voru í þeim dúr að við eigum skilið að vera á botninum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs, eftir tapið gegn Fylki í Lautinni í kvöld. Hann virkaði vonlítill þrátt fyrir að vera ekki búinn að kasta inn handklæðinu. „Við fengum lífsmark og menn virtust taka við sér og náðu sem betur fer að laga stöðuna fyrir hálfleik. Það var smá von um að við gætum gert eitthvað í seinni hálfleik en svo sjáum við þessi mörk sem koma og gera út af við okkur. „Við reynum að klára þetta mót með höfuðið uppi og á meðan það er möguleiki samkvæmt tölfræðinni þá höldum við áfram en það verður niðurstaðan að það dugir ekki þá bítum við í það súra epli og reynum að rísa upp aftur. „Það gefur augað leið að þegar þú færð á þig svona mörk þá fer flest allt úrskeiðis. Það sem lagt er upp með fer út um gluggann eftir 20 mínútur. Þetta var hvorki betri eða verri frammistaða í mörgum þessum leikjum sem við höfum sótt í Reykjavík. Við höfum gert okkur þetta svo erfitt fyrir með því að þurfa að þrífa upp eftir okkur. Það er þannig að þeir sem eru neðstir í töflunni í dag eru á réttum stað miðað við frammistöðuna í leikjunum. „Það er oftast þannig að einstaklingsmistök skapa mörk. Ég tek ekkert af Fylkisliðinu sem spilaði fínan bolta en við gerðum þeim ekki erfitt fyrir að koma þessum mörkum inn. Það er okkar saga að fá á sig mark yfir markmanninn frá miðju. Týpískt. „Það er allt liðið og þjálfararnir sem bera ábyrgð á þessu. Ef ég reikna rétt er tölfræðilegur möguleiki ef við vinnum alla leiki sem eftir eru en þá þurfum við heldur betur að stíga upp á tærnar. Við töpuðum klárlega fyrir betra liði í kvöld. Ég hefði viljað að þeir hefðu þurft að hafa meira fyrir þessum mörkum,“ sagði Páll Viðar sem segir það ekki nýtt að það sé heitt undir honum. „Sætið er búið að vera heitt síðan ég fór í það held ég. Það er bara eðlilegt. Ég get alveg lofað því að ég gefst ekki upp. Ef ég fell með liðið ber ég ábyrgð á því og við reynum svo að rísa upp aftur Þórsararnir hvort sem ég verð þjálfari eða ekki. Þannig er staðan og við reynum að klára þetta mót með sæmd.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. 18. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. 18. ágúst 2014 16:10