Páll Viðar: Allt liðið og þjálfararnir bera ábyrgð á þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 18. ágúst 2014 21:32 Páll Viðar Gíslason horfði upp á sína menn tapa fjórða leiknum í röð. vísir/pjetur „Mikið væri gott að geta einhvern tíman farið í viðtal eftir sigurleik. Mörkin í fyrri hálfleik voru í þeim dúr að við eigum skilið að vera á botninum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs, eftir tapið gegn Fylki í Lautinni í kvöld. Hann virkaði vonlítill þrátt fyrir að vera ekki búinn að kasta inn handklæðinu. „Við fengum lífsmark og menn virtust taka við sér og náðu sem betur fer að laga stöðuna fyrir hálfleik. Það var smá von um að við gætum gert eitthvað í seinni hálfleik en svo sjáum við þessi mörk sem koma og gera út af við okkur. „Við reynum að klára þetta mót með höfuðið uppi og á meðan það er möguleiki samkvæmt tölfræðinni þá höldum við áfram en það verður niðurstaðan að það dugir ekki þá bítum við í það súra epli og reynum að rísa upp aftur. „Það gefur augað leið að þegar þú færð á þig svona mörk þá fer flest allt úrskeiðis. Það sem lagt er upp með fer út um gluggann eftir 20 mínútur. Þetta var hvorki betri eða verri frammistaða í mörgum þessum leikjum sem við höfum sótt í Reykjavík. Við höfum gert okkur þetta svo erfitt fyrir með því að þurfa að þrífa upp eftir okkur. Það er þannig að þeir sem eru neðstir í töflunni í dag eru á réttum stað miðað við frammistöðuna í leikjunum. „Það er oftast þannig að einstaklingsmistök skapa mörk. Ég tek ekkert af Fylkisliðinu sem spilaði fínan bolta en við gerðum þeim ekki erfitt fyrir að koma þessum mörkum inn. Það er okkar saga að fá á sig mark yfir markmanninn frá miðju. Týpískt. „Það er allt liðið og þjálfararnir sem bera ábyrgð á þessu. Ef ég reikna rétt er tölfræðilegur möguleiki ef við vinnum alla leiki sem eftir eru en þá þurfum við heldur betur að stíga upp á tærnar. Við töpuðum klárlega fyrir betra liði í kvöld. Ég hefði viljað að þeir hefðu þurft að hafa meira fyrir þessum mörkum,“ sagði Páll Viðar sem segir það ekki nýtt að það sé heitt undir honum. „Sætið er búið að vera heitt síðan ég fór í það held ég. Það er bara eðlilegt. Ég get alveg lofað því að ég gefst ekki upp. Ef ég fell með liðið ber ég ábyrgð á því og við reynum svo að rísa upp aftur Þórsararnir hvort sem ég verð þjálfari eða ekki. Þannig er staðan og við reynum að klára þetta mót með sæmd.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. 18. ágúst 2014 16:10 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
„Mikið væri gott að geta einhvern tíman farið í viðtal eftir sigurleik. Mörkin í fyrri hálfleik voru í þeim dúr að við eigum skilið að vera á botninum,“ sagði Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs, eftir tapið gegn Fylki í Lautinni í kvöld. Hann virkaði vonlítill þrátt fyrir að vera ekki búinn að kasta inn handklæðinu. „Við fengum lífsmark og menn virtust taka við sér og náðu sem betur fer að laga stöðuna fyrir hálfleik. Það var smá von um að við gætum gert eitthvað í seinni hálfleik en svo sjáum við þessi mörk sem koma og gera út af við okkur. „Við reynum að klára þetta mót með höfuðið uppi og á meðan það er möguleiki samkvæmt tölfræðinni þá höldum við áfram en það verður niðurstaðan að það dugir ekki þá bítum við í það súra epli og reynum að rísa upp aftur. „Það gefur augað leið að þegar þú færð á þig svona mörk þá fer flest allt úrskeiðis. Það sem lagt er upp með fer út um gluggann eftir 20 mínútur. Þetta var hvorki betri eða verri frammistaða í mörgum þessum leikjum sem við höfum sótt í Reykjavík. Við höfum gert okkur þetta svo erfitt fyrir með því að þurfa að þrífa upp eftir okkur. Það er þannig að þeir sem eru neðstir í töflunni í dag eru á réttum stað miðað við frammistöðuna í leikjunum. „Það er oftast þannig að einstaklingsmistök skapa mörk. Ég tek ekkert af Fylkisliðinu sem spilaði fínan bolta en við gerðum þeim ekki erfitt fyrir að koma þessum mörkum inn. Það er okkar saga að fá á sig mark yfir markmanninn frá miðju. Týpískt. „Það er allt liðið og þjálfararnir sem bera ábyrgð á þessu. Ef ég reikna rétt er tölfræðilegur möguleiki ef við vinnum alla leiki sem eftir eru en þá þurfum við heldur betur að stíga upp á tærnar. Við töpuðum klárlega fyrir betra liði í kvöld. Ég hefði viljað að þeir hefðu þurft að hafa meira fyrir þessum mörkum,“ sagði Páll Viðar sem segir það ekki nýtt að það sé heitt undir honum. „Sætið er búið að vera heitt síðan ég fór í það held ég. Það er bara eðlilegt. Ég get alveg lofað því að ég gefst ekki upp. Ef ég fell með liðið ber ég ábyrgð á því og við reynum svo að rísa upp aftur Þórsararnir hvort sem ég verð þjálfari eða ekki. Þannig er staðan og við reynum að klára þetta mót með sæmd.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. 18. ágúst 2014 16:10 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - Þór | Fall blasir við Þór Fylkir skellti Þór 4-1 í fallbaráttuslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Lokatölurnar gefa rétta mynd af yfirburðum Fylkis í leiknum. 18. ágúst 2014 16:10