Íslenski boltinn

Sögulegur árangur Víkinga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafi Þórðarsyni og lærisveinum hans hefur gengiða llt í haginn á tímabilinu.
Ólafi Þórðarsyni og lærisveinum hans hefur gengiða llt í haginn á tímabilinu. Vísir/Arnþór Birkisson
Víkingur hefur komið liða mest á óvart í Pepsi-deild karla, en eftir tólf umferðir sitja nýliðarnir í 4. sæti með 22 stig, jafnmörg og Íslandsmeistarar KR.

Víkingar hafa ekki verið með jafn mörg stig eftir tólf umferðir síðan þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984.

Mest höfðu Víkingar náð 21 stigi 1991, sem var tímabilið sem þeir urðu síðast Íslandsmeistarar. Alls fengu Víkingar 37 stig í 18 leikjum það tímabil.

Þessi 22 stig sem Víkingur hefur náð í hingað til er jafnframt mesti stigafjöldi sem liðið hefur fengið í efstu deild, í heildina, síðan þriggja stiga reglan var tekin upp, að sumrunum 1984 og 1991 frátöldum.

Besti árangur Víkinga í efstu deild síðan þriggja stiga reglan var tekin upp (eftir 12 umferðir):

1984: 16 stig

1985: 3 stig

1988: 9 stig

1989: 11 stig

1990: 16 stig

1991: 21 stig

1992: 15 stig

1993: 5 stig

1999: 7 stig

2004: 14 stig

2006: 14 stig

2007: 12 stig

2011: 7 stig

2014: 22 stig

Árangur Víkinga í efstu deild síðan þriggja stiga reglan var tekin upp (í lok tímabils):

1984: 24 stig

1985: 7 stig

1988: 18 stig

1989: 17 stig

1990: 19 stig

1991: 37 stig

1992: 19 stig

1993: 11 stig

1999: 14 stig

2004: 16 stig

2006: 21 stig

2007: 14 stig

2011: 15 stig

2014: ?


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×