Sport

Enn stríðir veður landsmótsgestum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar
Farið er að birta til en töluvert rok er á svæðinu.
Farið er að birta til en töluvert rok er á svæðinu. vísir/sks
Hráslagalegt veður er á Landsmóti hestamanna sem haldið er að Gaddstaðaflötum á Hellu. Landsmótsgestir virðast þó ekki láta það mikið á sig fá og strax í morgun mátti sjá töluverðan hóp fólks í brekkunni, bæði við kynbóta- og gæðingavöll. Þó er farið að stytta upp og birta til en töluvert rok er á svæðinu.

Verðlaun voru veitt í A-úrslitum barna í dag og bar Glódís Sigurðardóttir á Kamban frá Húsavík sigur úr býtum, þriðja landsmótið í röð. Sigursælt par þar á ferð. Þá var Egill Már Þórsson á Sögu frá Skriðu í öðru sæti og Védís Huld Sigurðardóttir á Baldvin frá Stangarholti í því þriðja.

Barnaflokkur - A úrslit

1 Glódís Rún Sigurðardóttir / Kamban frá Húsavík 9,16

2 Egill Már Þórsson / Saga frá Skriðu 9,08

3 Védís Huld Sigurðardóttir / Baldvin frá Stangarholti 8,91

4 Arnar Máni Sigurjónsson / Hlekkur frá Bjarnarnesi 8,76

5 Katla Sif Snorradóttir / Gustur frá Stykkishólmi 8,65

6 Selma María Jónsdóttir / Indía frá Álfhólum 8,63

7 Hákon Dan Ólafsson / Atgeir frá Sunnuhvoli 8,63

8 Sigurlín F Arnarsdóttir / Reykur frá Herríðarhóli 8,62






Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.

Segir hugarfar hestamanna byggjast á afneitun

Tungubogar, sem sagðir eru stríða gegn dýravelferðarlögum, eru enn í notkun meðal hestamanna. Hestafræðingur sakar hestamenn um að neita að horfast í augu við staðreyndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×