Sport

Óttast ekki minni aðsókn vegna veðurs

Bjarki Ármannsson skrifar
Þessir gestir mótsins láta ekki smá vætu á sig fá.
Þessir gestir mótsins láta ekki smá vætu á sig fá. Mynd/Karl Óskarsson
„Keppnin gengur bara vel,“ segir Hilda Karen Garðarsdóttir, verkefnastjóri Landsmóts hestamanna sem nú stendur yfir á Hellu.

Hilda segir að aldrei hafi selst fleiri miðar í forsölu en fyrir þetta mót. Hún óttast ekki að slæmt veður undanfarið verði til þess að færri kaupi sér miða við innganginn í ár.

„Við höfum lent í ýmsu þegar við erum að halda mót. Síðasta mót sem var haldið hér á Hellu, til dæmis, byrjaði líka illa hvað veður varðar. Það er samt fjölmennasta mót sem við höfum haldið.“

Mótið hófst á sunnudag og mun ná hápunkti um helgina með þéttri dagskrá og skemmtun. Talsverð úrkoma var í gær en því er spáð að stytta muni upp um miðja viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×